Auðveldaðu aðgengi með handhægum þröskuldarampi
Þegar verið er að flytja vörur á ósléttum gólfum, fara yfir hindranir eins og rör og kapla eða setja upp tímabundið aðgengi fyrir hreyfihamlaða eru þröskuldarampar handhægt hjálpartæki. Þröskuldaramparnir okkar eru hagkvæm leið til að bæta aðgengi og auðvelda flutninga á vinnustaðnum.Þröskuldarampar fyrir gangstéttabrúnir og fyrirstöður
Þröskuldarampar gefa þér auðvelda leið til að brúa bilið á milli hæðarmunar á gólfum og rúlla vögnum á milli. Liðskiptur þröskuldarampur hjálpar þér að komast yfir hindranir eins og þröskulda, gangstéttarbrúnir, rör og kapla. Þetta er einfalt en mjög gagnlegt hjálpartæki í verksmiðjum, vöruhúsum og öðrum aðstæðum þar sem nauðsynlegt er að geta flutt vörur á sekkjatrillum, vögnum og kerrum á snurðulausan hátt. Þessir rampar henta líka vel fyrir staði sem krefjast góðs aðgengis fyrir hreyfihamlaða og hjólastóla, þannig að notendur geti komist í gegnum dyragættir án vandræða. Ekki aðeins gerir notkun rampans að verkum að ekki þarf eins mikil átök við að ýta vörunum yfir þröskulda og dregur þar af leiðandi úr álagsmeiðslum, heldur verður minni hætta á að vörur skemmist vegna hristings. Bættu hjólastólaaðgengi með römpum
Með því að bæta við einföldum aðgengisrampi er hægt að bæta hjólastólaaðgengi á stöðum þar sem undirlagið er ójafnt. Þannig er hægt að tryggja gott aðgengi allra að byggingunni. Það auðveldar líka foreldrum með barnakerrur að komast inn og minnkar hættuna á að einhver hrasi ef það er hæðarmunur á gólfum sitt hvorum megin við dyrnar.Örugg og hagnýt lausn
Með því að velja álrampa frá AJ Vörulistanum færðu léttan búnað sem auðvelt er að færa til en er jafnframt nægilega sterkbyggður til að þola mikinn þunga. Við erum með valkosti í boði sem geta borið allt að 400 kg. Burðargetuna má sjá í nánari vörulýsingum. Þessi tegund af römpum er með stamt, krossmynstrað yfirborð sem er öruggt í notkun fyrir bæði fótgangandi og vagna. Þeir geta verið bæði varanleg eða færanleg lausn til að auðvelda aðgengi. AJ Vörulistinn býður að auki upp á fjölbreytt úrval af hjálpartækjum sem bæta aðgengi og auðvelda meðferð á vörum. Skoðaðu úrvalið okkar af sekkjatrillum, pallvögnum, rúllufæriböndum og fleiru. Við erum einnig með ýmsar lausnir til að bæta öryggið á vinnustaðnum, eins og gólfmerkingar, aðvörunarlímbönd og öryggisgrindur sem koma í veg fyrir óleyfilegan aðgang og vinnuslys. Hafðu samband ef þig vantar nánari upplýsingar.