Trillur og hjólapallar fyrir verkstæði
Vinnuslys eru mjög algeng, sérstaklega í vöruhúsum, verkstæðum og verksmiðjum. Það að lyfta þungum hlutum getur valdið meiðslum í baki. AJ Vörulistinn býður upp á lausnir sem hjálpa þér að forðast þessi vinnuslys. Þú getur valið úr úrvali af vinnuvistvænum búnaði eða nýtt þér flutningavagna og kerrur til að draga úr slysum á vinnustaðnum. Hér að neðan má lesa meira um vöruúrvalið okkar.Krossviðartrilla
Krossviðartrillan okkar er hjólapallur úr viði með útskorið handfang í miðjunni sem gerir auðvelt að bera hann þegar hann er ekki í notkun. Hann er gerður úr birkikrossviði og er einnig fáanlegur með hálkuvarið yfirborð. Hjólapallurinn getur borið allt að 400 kg á gúmmíhjólum, sem gerir mögulegt að flytja mjög þungan farm. Þessir meðfærilegu flutningapallar eru einnig fáanlegir í einfaldri og hagkvæmri útgáfu sem getur borið allt að 240 kg. Þú getur notað þessa hjólapalla á verkstæðinu til að draga úr álaginu við að flytja þunga hluti á milli staða.Hjólapallur úr plasti
Flestir hjólapallarnir okkar úr plasti eru með opinn botn og gerðir úr sterku ABS plasti. Þeir eru með burðarþol allt frá 150 kg til 250 kg og fara létt með að bera flesta kassa. Þeir eru hreinlegir og auðveldir í þrifum. Við erum líka með flutningshjólapalla með langri dráttarstöng sem gerir auðvelt að stýra þeim án þess að þurfa að beygja sig. Stáltrilla
AJ Vörulistinn býður upp á kassakerrur úr bæði galvaníseruðu og sínkhúðuðu stáli. Með þeim er auðvelt að flytja plastkassa og annan farm sem getur verið alt að 300 kg að þyngd og þær eru mjög auðveldar í meðförum. Kerruvagn og handföng
Rafgalvaníseraði trilluvagninn er kjörinn til að stafla upp og flytja trillur/hjólapalla þegar þær eru ekki í notkun. Vagninn getur borið allt að 10 600x400mm plasttrillur. Við seljum einnig handföng fyrir sumar trillurnar til að gera auðveldara að stýra þeim.