Söluskilmálar

Söluskilmálar


Verð og greiðslumáti

Verðin okkar eru gefin upp í íslenskum krónum (Kr) með VSK.

Greiðslufyrirkomulag

Þegar pantað er hjá okkur í gegnum síma, tölvupóst eða netsíðuna er settur upp reikningur á kennitölu viðkomandi viðskiptaaðila. Hægt er að koma til okkar og greiða með korti, nýta sér millifærslu eða fá reikning sendan í heimabanka. Greiðslur sem eru ekki greiddar á eindaga eru sendar til INKASSO.

Afhendingartími og flutningskostnaður

Venjulegur afhendingartími á vörum er á bilinu 1-3 vikum eftir að pöntun hefur verið send inn. Þetta er tilkomið þar sem að lagerinn okkar er í Halmstad í Svíþjóð. Hægt er að nálgast pantanir alla virka daga milli kl 8-17. Við sendum vörur innan höfðuborgarsvæðisins gegn vægu gjaldi. Einnig keyrum við vörum frítt á flutningamiðstöðvar og bjóðum viðskiptavinum að nýta sér afslætti okkar hjá Flytjanda og Landflutningum, þá bætum við flutningskostnað inn á reikninginn.

Flutningskostnaður innanbæjar:

- 2500 kr fyrir smærri sendingar

- 4500 kr fyrir stærri sendingar

- Frír akstur ef pöntun fer yfir 350.000 kr

Flutningur út á landsbyggðina:

- 15% afsláttur af flutningi með Flytjanda (Eimskip)

- 15% afsláttur af flutningi með Landflutningum (Samskip)

Afhending

Flutningsaðili okkar innanbæjar hefur samband í gegnum síma og lætur vita hvenær hann verður á ferðinni með vörurnar.

Sendingar á landsbyggðina

Flutningsaðili mun hafa samband við viðskiptavini og láta þá vita þegar vörur eru komnar á leiðarenda. Yfirleitt er gengið út frá því að viðskiptavinir sæki sjálfir vörurnar á áfangastað en oft er hægt að kaupa heimsendingu gegn aukagjaldi.

Skemmdir á vörum

Við sýninlegar skemmdir á vörum við afhendingu skal umsvifalaust láta bílstjóra flutningsaðila vita. Taka skal myndir af skemmdum, bæði af pakkningu og vörunni. Senda skal mynd eða myndir til okkar með tölvupósti og við höfum samband varðandi framhaldið.

Flutningur til landsins er innifalinn í vöruverði.

Hvernig skila ég vöru?

Hafðu samband við okkur og láttu okkur vita að þú viljir endursenda okkur vöruna. Þú getur svo sent okkur vöruna eða þá komið með hana til okkar að Barðastöðum 1-5 milli kl 9 og 18 alla virka daga og skilað beint þangað.

Ábyrgð og kvartanir

Markmið okkar er og hefur alltaf verið að þú sért ánægð/ur með vörurnar sem þú kaupir af okkur. Við bjóðum þér að minnsta kosti 3 ára ábyrgð á öllum vörum úr listanum ( 7 ára ábyrgð á vörum keyptar frá nóvember 2021 ). Ábyrgðin gildir um bilanir og framleiðslugalla sem eiga sér stað á ábyrgðartímabilinu. Ábyrgðin gildir ekki um galla sem verða við venjulegt slit eða eftir þína eigin breytingu á virkni og útliti vörunnar.