Pallvagnar og kerrur

Inspiration & tips for easier worklife

Viltu gera starf þitt aðeins auðveldara?

Lestu greinar okkar til að fá ráð

Pallvagnar auðvelda flutninga

Flutningatæki eru mjög mikilvæg í vöruhúsum, verksmiðjum og fleiri stöðum til að flytja vörur frá einum stað á annan. AJ Vörulistinn býður upp á úrval af lausnum til að hjálpa fyrirtækjum að einfalda ferla í vöruhúsum. Meðal helstu flutningatækja sem við seljum eru pallvagnar og sekkjatrillur, ásamt miklu úrvali af brettatjökkum. Hér að neðan má lesa nánari lýsingar á þessum vörum.

Pallvagnar

Við bjóðum upp á úrval af pallvögnum sem gerðir eru úr málmi, plasti eða viði og þar á meðal samfellanlega vagna og fleira. Vagnarnir eru búnir góðum hjólum sem gera auðvelt að færa þá frá einum stað á annan. Það er hægt að fá þrjár mismunandi tegundir af dekkjum: loftfyllt gúmmídekk, gegnheil gúmmídekk og mjög eftirgefanleg gúmmídekk. Þú getur valið um vagna með bremsur eða án. Burðargeta þessara vagna nær allt frá 120 kg til 700 kg. Það eru margar stærðir af vögnum í boði þannig að þú getur fundið flutningavagn sem hentar þínum þörfum. Skoðaðu allt úrvalið okkar til að velja rétta vagninn.

Eiginleikar pallvagna

Pallvagnar frá AJ Vörulistanum gera flutninga á vinnustaðnum auðveldari. Við erum með fjölbreytt úrval af pallvögnum af ýmsu tagi, með eða án hliðarborða og suma sem eru samfellanlegir og auðvelt að koma fyrir í geymslu þegar þeir eru ekki í notkun. Hjólin og sterk bygging vagnanna gera þá auðvelda í meðförum, jafnvel þegar þeir eru fullhlaðnir. Þeir eru hljóðlátir og sumir þeirra eru með læsanleg hjól. Það kemur sér vel á verkstæðum og vöruhúsum og í eldhúsum veitingastaða að geta hlaðið vörum á pallvagna og flutt þær á milli staða á fljótlegan hátt. AJ Vörulistinn hefur úr mörgum valkostum að bjóða sem hjálpa þér að finna rétta vagninn fyrir þig.

Sérhæfðir vagnar

Fyrir utan hefðbundna pallvagna og kerrur erum við einnig með flutningavagna sem sinnt geta sérhæfðari verkefnum. Multi Trolley ® vagninn, til dæmis, samanstendur af fjórum stoðum sem festar eru á pall og gera einum einstaklingi mögulegt að flytja stóran og þungan varning, sérstaklega húsgögn eins og skrifborð og sófa. Annar valkostur er fjölnota vagn sem nota má sem pallvagn eða sekkjatrillu. Það er fljótlegt að skipta á milli mismunandi notkunarmöguleika vagnsins og hann er kjörinn fyrir vinnustaði sem þurfa á báðum tegundum að halda en fjárhagur eða plássleysi kemur í veg fyrir að hægt sé að fjárfesta í báðum tækjum.

Svipaðar vörur

Kannski eru annars konar flutningatæki hentugri fyrir þínar þarfir. Þú getur skoðað hvort brettavagnar og kerrur, hjólapallar eða sekkjatrillur henti betur til að flytja vörurnar þínar en pallvagn. Þú getur fengið nánari upplýsingar með því að smella á lýsingar á hverri vöru.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur