Tunnur og sorpílát fyrir vinnustaði og skóla
Allir vinnustaðir, allt frá skrifstofum til verkstæða, þurfa að geta haldið umhverfinu hreinu. Hreint vinnuumhverfi getur minnkað hættuna á vinnuslysum og bætt afköstin á vinnustaðnum. Hjá AJ Vörulistanum má fá mikið úrval af vörum eins og ruslafötum, endurvinnsluílátum og fleiru, sem eru bæði stílhreinar og hagnýtar og hjálpa þér að halda vinnustaðnum hreinum. Sturtugámur
Sturtugámar á hjólum nýtast vel til að safna saman rusli og úrgangi á, til dæmis, byggingarsvæðum. Þeir eru gerðir úr sterku, duftlökkuðu stáli sem þolir mikið álag. Við erum með úrval af sturtugámum í mismunandi stærðum og litum sem hentað geta þínum þörfum. Minni ílát passa til dæmis fullkomlega við hliðina á vinnuborði eða pökkunarborði í vöruhúsum. Stubbahús og öskubakkar
Sumir starfsmenn þurfa að geta brugðið sér í reykingapásu öðru hverju. AJ Vörulistinn býður upp á stubbahús og öskubakka fyrir fyrirtækis sem vilja búa til reykingasvæði fyrir utan vinnustaðinn. Sorptunnur fyrir útisvæði
Það getur oft verið vandamál að ganga frá sorpi fyrir utan vinnustaði, á skólalóðum, almenningsgörðum og gangstéttum. Við bjóðum upp á ýmsar gerðir af sorpílátum sem geta hjálpað þér að halda útisvæðinu snyrtilegu.