Sorppokahaldarar

Inspiration & design tips

Helstu ráð til að líða vel í vinnunni

Lestu greinar okkar til að fá innblástur og hugmyndir

Sorppokahaldarar og standar sem halda pokanum á sínum stað

Sorppokahaldarar frá okkur eru frábær vara sem hjálpar þér að halda skrifstofunni og vöruhúsinu hreinum og snyrtilegum. Þeir eru gerðir til að halda sorppokunum opnum þannig að auðvelt sé að losa sig við sorpið án vandræða. Þú einfaldlega hendir sorpinu í pokann á meðan pokahaldarinn heldur honum opnum.

Sorppokastandar

Við bjóðum upp á mikið úrval af sorppokastöndum sem eru gerðir til að passa við aðrar innréttingar og þarfir þinnar skrifstofu. Grunneiningin okkar er á hjólum sem gerir hana að færanlegri lausn. Það gerir auðvelt að færa sorppokana frá einum stað á annan, sérstaklega þegar kemur að því að tæma ílátið. Í stað þess að bera pokann alla leið er einfaldlega hægt að rúlla standinum þangað sem gengið er frá pokunum. Við seljum einni sínkhúðaða sorppokastanda úr málmi með lok sem kemur veg fyrir að ólykt berist frá þeim. Þeir eru einnig þrifalegri í útliti þar sem sorpið er ekki sýnilegt.

Sorppokastandar

Alhliða sorppokastandarnir okkar gefa þér möguleika á tveimur eða þremur aðskildum hólfum sem hjálpa þér að flokka í sundur mismunandi gerðir af sorpi. Það er kjörið fyrir iðnaðarumhverfi þar sem þess er þörf og einnig fyrir fyrirtæki sem fylgja sinni eigin endurvinnslustefnu. Ílátin eru í mismunandi litum og hægt að merkja þau með merkimiðum sem auðvelda fólki að setja sorpið á réttan stað. Það er síðan auðvelt að fella sorppokastandana saman og ganga frá þeim þegar þeirra er ekki þörf. Við erum líka með fjölnota vagn sem getur leyst mörg vandamál. Hann má nota sem sekkjatrillu og til að flytja kassa og annað til að draga úr líkamlegu álagi. Þegar ekki er verið að nota hann sem flutningavagn má nota hann sem færanlegan sorppokastand. Vagninn getur borið allt að 100 kg í flutningum og borið 125 L sorppoka og því einnig fullkominn til notkunar í vöruhúsum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur