Sterkbyggðir vinnubekkir fyrir allar aðstæður

Buying a workbench - guide

Veistu hvaða tegund af vinnubekk þú þarft?

Ef ekki, lestu leiðbeiningar okkar

Vinnubekkir fyrir verkstæði, vöruhús og verksmiðjur

Vinnubekkir eru nauðsynlegir fyrir vöruhús, verkstæði og aðra slíka vinnustaði. Þessir bekkir þola mikið álag vegna notkunar þungra véla og annarra tækja og eru því mjög góð fjárfesting. AJ Vörulistinn býður upp á vinnubekki sem eru slitsterkir og hentugir fyrir krefjandi aðstæður. Hér að neðan má lesa meira um mismunandi gerðir af vinnubekkjum og finna þá sem henta þér best.

Combo Vinnubekkir

Ef þú ert að leita að vinnubekk sem auðvelt er að sérsníða að þínum þörfum er Combo vinnubekkurinn fullkominn valkostur. Hann er auðveldur í samsetningu og þarf ekki skrúfur eða bolta til þess. Vinnubekkurinn er gerður úr sterkri spónaplötu með gráa, duftlakkað stálgrind. Þú getur bætt við verkfæraspjöldum sem festa má á hliðar vinnubekksins til að hafa verkfærin innan seilingar. Combo vinnubekkirnir fást í mismunandi stærðarútgáfum.

Hæðarstillanlegur

Starfsfólk sem vinnur við hefðbundna vinnubekki getur fljótt orðið þreytt og orkulítið og fundið fyrir verkjum. Því bjóðum við upp á hæðarstillanlega vinnubekki sem hjálpa þér að komast hjá slíkum vandamálum. Vinnubekkirnir okkar eru með rafmótor sem gerir notandanum mögulegt að stilla hæðina með því að þrýsta á hnapp. Starfsfólkið getur því breytt hæðinni á meðan það vinnur og skipt á milli þess að sitja eða standa. Vinnubekkirnir eru með yfirborð úr harðpressuðu viðarlíki, sem er slitsterkt og auðvelt í þrifum. Borðplöturnar eru fáanlegar í mismunandi litum svo þú getur valið þann lit sem passar við eða myndar mótvægi við aðrar innréttingar. Þú getur einnig keypt fylgihluti eins og hillur, verkfæraspjöld og fleira sem seldir eru stakir.

Pakkalausn

Ef þú veist að hverju þú ert að leita getur pakkalausn verið góður kostur fyrir þig. Ef þú kaupir fullbúinn vinnubekk geturðu sparað þér tíma sem fer í að safna saman öllum búnaði sem þú þarft og þú getur verið viss um að þú fáir hagnýtan og notendavænan pakka. Dæmi um það er pakki með Robust vinnubekknum okkar. Með honum færðu heildarlausn sem samanstendur af vinnubekk með varnarkant, átta upphengislám, 60 geymslubökkum í tveimur mismunandi stærðum, skúffu, verkfæraspjaldi, krókasetti með 25 krókum og þremur uppistöðum. Hagnýt og þægileg pakkalausn með fullbúinni vinnustöð og mikið af geymsluplássi fyrir verkfæri og smáhluti sem þú vilt hafa við höndina við vinnuna.