Hilluvagnar - flutningavagnar á nokkrum hæðum

Hilluvagnar og annar búnaður til að flytja vörur á vinnustaðnum

AJ Vörulistinn auðveldar þér vinnuna í vöruhúsum og verkstæðum með því að bjóða upp á sterkbyggða og vandaða flutningavagna. Þeir standast ekki aðeins krefjandi aðstæður heldur hjálpa þér að ná fram meiri afköstum. Hér að neðan geturðu farið í gegnum úrval okkar af flutningavögnum og valið þann sem best hentar þínum þörfum.

Pallvagnar

Við seljum sterkbyggða og stöðuga hilluvagna, sem eru sérstaklega hentugir fyrir krefjandi aðstæður. Þá má nota til að flytja verkfæri, varahluti og ýmsan búnað í vöruhúsum og iðnaðarsvæðum. Vagnarnir eru með bláa grind og eru gerðir úr duftlökkuðu stáli. Við bjóðum upp á vagna með mismunandi margar hillur sem eru gerðar úr MDF plötum. Burðargeta þeirra fer eftir tegund vagnsins og í hvernig stöðu hillurnar eru. Vagnarnir eru með tvö föst hjól og tvö snúningshjól og eru með handfang á annarri stutthliðinni sem gerir auðvelt að draga þá eða ýta þeim á undan sér.

Hilluvagn

Hilluvagnarnir okkar vinsælu einfalda flutninga og bjóða upp á mikinn sveigjanleika á flestum vinnustöðum. Þeir gefa þér hagnýta og endingargóða lausn sem auðvelt er að færa til og nýtist einnig sem aukalegt geymslupláss. Þessa vagna má nota á vinnustöðum eins og mötuneytum, verkstæðum og vöruhúsum. Hillurnar eru gerðar úr trefjagleri og pólýprópýlen sem gerir þær hentugar fyrir krefjandi aðstæður. Vagninn er með tvö föst hjól og tvö snúningshjól.

Flutningavagn

Sterkbyggðu verkstæðisvagnarnir okkar nýtast best í krefjandi aðstæðum eins og í vöruhúsum, verkmiðjum, verkstæðum og þess háttar. Hillurnar eru með mismikið burðarþol eftir því hvernig vagn er valinn og hversu margar hillur eru á vagninum. Þú getur notað vagninn til að flytja eða tína til vörur eða til að geyma verkfæri. Topphillan hentar vel fyrir samsetningarvinnu á meðan neðri hillurnar gefa þér aukið geymslupláss. Sumir vagnarnir eru einnig með litlar skúffur þar sem geyma má verkfæri eins og meitla, litla hamra og fleira. Fyrir utan þessa vagna erum við einnig með tínsluvagna, verkfæravagna og fleiri svo þú getur fundið þá sem henta þér best.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur