Innkaupakerrur- og körfur

Inspiration & tips for easier worklife

Viltu gera starf þitt aðeins auðveldara?

Lestu greinar okkar til að fá ráð

Innkaupakerrur og körfur

Viltu hjálpa viðskiptavinunum að bera vörurnar sem þeir kaupa? Eða vantar þig flutningatæki sem hjálpa þér að flytja hluti frá einum stað á annan á vinnustaðnum? Þá ertu á réttum stað því AJ bæði framleiðir og selur vagna og kerrur sem nota má til flytja vörur. Við framleiðum þessar vörur fyrir viðskiptavini þína, burtséð frá því hvaða vörur er verið að selja. Þú getur skoðað vöruúrvalið okkar til að nálgast nánari upplýsingar.

Körfuvagnar

Við seljum meðfærilega körfuvagna sem gerðir eru fyrir verslanir en nýtast líka vel á skrifstofum. Körfuvagnarnir gera viðskiptavinum verslana auðveldara að hlaða vörunum í í innkaupakörfurnar. Vagninn er með pláss fyrir tvær körfur, sem kemur sér vel fyrir viðskiptavini sem eiga erfitt með að bera fleiri en eina körfu fulla af vörum. Fyrir utan að vera hentugir fyrir verslanir má líka nota vagnana til að tína til pantanair eða sem alhliða vagna til að flytja smáhluti á vinnustöðum. Þessi flutningavagn er með fjögur snúningshjól og getur borið að hámarki 60kg. Við seljum körfurnar stakar sem fylgihluti og þú getur valið um körfur í mismunandi litum.

Pallvagnar

Við bjóðum upp á sterkbyggða pallvagna sem eru hentugir fyrir flutninga á flestum vinnustöðum, en einnig fyrir staði eins og t.d. byggingavöruverslanir þar sem gott er að flytja á þeim ílanga hluti. Vagnarnir eru með galvaníseraða stálgrind og pall úr sterkum krossviði. Þeir eru með traustar slár á hliðunum sem koma í veg fyrir að vörurnar detti af pallinum. Hægt er að fella vagnana inn i hvern annan og þannig geyma marga vagna saman á litlu svæði. Til að það sé hægt verða vagnarnir að vera sömu gerðar. Þeir eru með fjögur hjól úr gegnheilu gúmmíi og geta borið allt að 250 kg.

Staflanlegur lagervagn

Önnur tegund af vögnum sem við bjóðum upp á er faldanlegur lagervagn. Þeir eru gerðir til að bera bæði stóra og litla hluti frá einum stað á annan. Vagnarnir eru með galvaníserað yfirborð. Efri hillan hentar vel fyrir léttar vörur og hægt að festa hana í þremur mismunandi stöðum, eða fella hana niður eftir þörfum. Stærri og þyngri vörum má koma fyrir á botnhillunni. Neðri hillan getur borið 300 kg og efri hillan 100 kg. Það má einnig fella vagnana inn í hvern annan til að spara pláss í geymslu. Fyrir utan þessi flutningatæki er AJ Vörulistinn með annars konar vagna og kerrur, eins og sekkjatrillur, brettavagna og bögglagrindur sem má nota við meðferð á vörum við mismunandi aðstæður.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur