Útstillingarkörfur fyrir verslanir
Sýndu lausavörur á sem bestan hátt með því að koma þeim fyrir í sölukörfum. Sölukörfur eru frábær leið til að ná fram meiri sölu með því að staðsetja skyndikaupavörur nálægt greiðslustað. Þær eru líka fullkomnar fyrir stóra lausamuni sem erfitt er að stilla upp á hillum og gera auðveldara fyrir viðskiptavinina að nálgast þær. Skoðaðu úrvalið okkar hér að neðan. Sölukörfur fyrir verslanir
Sölukörfur eru mjög hentugar fyrir verslanir til að stilla upp vörum á árangursríkan hátt og vekja athygli á sérstökum tilboðum. Vírkörfur eru með opna möskva sem gera vörurnar vel sýnilegar og gefa þér fyrirferðalítið geymslupláss, jafnvel fyrir umfangsmiklar vörur. Þær koma að sérstaklega góðu gagni nálægt afgreiðslukössum og þar sem viðskiptavinirnir standa í röðum til að hvetja þá til skyndikaupa. Bestu vörurnar fyrir útstillingar við afgreiðslukassa í því skyni eru sælgætisvörur og ódýrar smávörur. Mismunandi stærð og lögun
Við bjóðum upp á sölukörfur af ýmsum stærðum og gerðum, sem henta mismunandi vörutegundum. Þú getur valið um ferhyrndar, ferningslaga eða sexhyrndar sölukörfur, allt eftir hvað hentar þér og þínum vörum best. Á sumum körfunum er hægt að færa botninn upp eða niður eftir því hvaða vörur eru til sýnis, þannig að viðskiptavinirnir geti nálgast þær betur. Staflanlegar vírnetskörfur eru tilvaldar til að sýna ýmsar smávörur sem ekki er hægt að hengja á snaga eða koma fyrir á hillunum. Það má líka bæta við hillum við vírkörfurnar til að vörurnar séu aðgengilegri.Umhverfisvænar vöruútstillingar
Að nota sölukörfur er umhverfisvæn leið til að sýna vörur sem erfitt er að koma fyrir á hillum án þess að nota plastumbúðir sem gera mögulegt að hengja þær upp. Þú getur einfaldlega sett þessar lausavörur í körfuna og komið verðmiða fyrir á áberandi stað á framhlið hennar. AJ Vörulistinn er með margar lausnir fyrir verslanir, eins og verslunarkerrur, hillusamstæður og auglýsingaskilti. Við erum einnig með bögglagrindur, brettavagna, vöruhúsahillur, ruslakörfur og fleira fyrir vöruhús og lagerrými. Hafðu samband við okkur ef þig vantar ítarlegri upplýsingar eða aðstoð.