Brettavagnar sem auðvelda meðferð á brettum

Brettavagn er gott hjálpartæki fyrir hvaða vöruhús, verkstæði eða verksmiðju sem er. Ólíkt brettatjakki sem lyftir brettinu lítillega frá gólfinu til að hægt sé að færa það til er brettavagn ekki aðeins gerður fyrir flutninga heldur til að nýtast sem aukalegt vinnupláss í þægilegri hæð svo þú þurfir ekki að beygja þig oft niður. Hann hentar mjög vel til að vinna við viðgerðir eða við hluti sem nauðsynlegt er að flytja á vörubretti en einnig til að tína til pantanir, einkum á smáhlutum þar sem hægt er að koma brettakraga fyrir á brettinu og koma því svo fyrir á vagninum.

Sterkbyggður brettaflutningavagn

Allir vagnarnir okkar eru gerðir úr duftlökkuðum stálprófílum sem gera að verkum að þeir þola mikla notkun í krefjandi vinnuaðstæðum. Þeir eru gerðir til að bera stöðluð 1200 x 800 mm EUR bretti. Allir vagnarnir eru með tvö föst hjól og tvö snúningshjól sem gera auðvelt að stýra þeim og hægt er að bæta við bremsum.

Stillanlegur brettavagn

Þessir hagnýtu, handvirku brettavagnar eru mjög einfaldir í notkun og auðvelt fyrir notendur að finna þægilega vinnuhæð þar sem undirstaðan er með fjórar mismunandi hæðarstillingar. Athugið að uppgefin hæð þeirra á við vagna án vörubretta.

Brettavagnar

Lágur brettavagn er hannaður fyrst og fremst til að færa til bretti sem eru geymd á gólfinu undir brettarekka án þess að þurfa að nota brettatjakk í hvert skipti. Það er hægt að geyma brettin á vagninum til frambúðar, sem kemur sér vel ef þú þarft að komast að brettunum oft og auðveldlega. AJ Vörulistinn býður einnig upp á fjölbreytt úrval af brettatjökkum, þar á meðal tjakka með háa lyftigetu og útgáfur með lengri gaffla. Við erum með lyfti- og flutningatæki af öllu tagi, allt frá stöflurum og lyftiborðum til hilluvagna og pallvagna. Hafðu sambandi við okkur ef þig vantar aðstoð.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur