Merkingar

Merkimiðavélar fyrir merkingar á vörum

Öryggismerkingar eru nauðsynlegar í vöruhúsum til að koma í veg fyrir slys og koma á góðu skipulagi. Það má nota skiltin til að sýna á skýran hátt hvaða vörur eru geymdar í hverju hólfi, stýra gangandi umferð og umferð lyftara og vekja athygli á hættum. AJ Vörulistinn er með allt sem þú þarft til að reka vöruhúsið á öruggan og skilvirkan hátt, allt frá miðavösum og skjalarömmum til gólfmerkinga og öryggisskilta.

Merkimiðar

Miðavasar eru nauðsynlegir í öllum vöruhúsum, lagerum og skjalageymslum til að geta merkt vörurnar á hillum og rekkum, þannig að þú getir fundið það sem þú leitar að fljótt og örugglega. Segulmagnaðir miðahaldarar eru upplagðir til notkunar ef oft þarf að skipta um þá þar sem auðvelt er að losa þá af burðarbitum og þeir skilja ekki eftir sig nein för. Segulmagnaðir miðahaldarar nýtast líka mjög vel í kæligeymslum. Á hinn bóginn er sjálflímandi miðahaldari mjög góður og öruggur kostur fyrir langtíma notkun í aðstæðum þar sem oft þarf að skipta um merkimiða, þar sem einfalt er að renna miðanum út úr vasanum á þess að hann losni af burðarbitanum.

Miðavasar

Segulmagnaða skjalahaldara má nota á mörgum stöðum í vöruhúsinu til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri, til dæmis öryggisupplýsingum, vöruupplýsingum og fleiru. Þeir tryggja að mikilvægum skjölum og tilkynningum sé komið á framfæri á skýran hátt. Segulmagnaður skjalahaldari hentar bæði fyrir varanlegar og tímabundnar tilkynningar þar sem auðvelt er að losa hann og setja upp annars staðar á yfirborð úr stáli. Þannig má færa þá þangað sem þeirra er þörf. Það er einnig auðvelt að koma skjölunum fyrir og losa þau án þess að færa haldarann.

Öryggismerkingar á gólfum

Réttu gólfmerkingarnar geta dregið verulega úr hættunni á slysum og meiðslum með því að vekja athygli á mögulegum hættum. Einfaldar gólfmerkingar geta líka hjálpað við að viðhalda góðu skipulagi í vöruhúsinu eða á lagernum með því að vísa á gangvegi fyrir fótgangandi umferð, stýra umferð lyftara og afmarka geymslusvæði fyrir vörubretti. Notkun gólfmerkinga ásamt öðrum öryggismerkingum og viðeigandi hlífðarbúnaði eykur öryggi starfsfólksins og tryggir að vinnustaðurinn fylgi öllum vinnuverndarreglum. Fyrir utan vöruhúsamerkingar býður AJ Vörulistinn upp á mikið úrval af viðvörunarmerkingum, öryggislímböndum, gólfmerkingum og fleiru til að vekja athygli á hættum á vinnustaðnum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur