Endurvinnslutunnur

Flokkaðu sorpið í sundur með endurvinnslutunnum

Því meira sem við endurvinnum af sorpi, því betra fyrir umhverfið. Það er því gott að koma endurvinnslutunnum fyrir á hentugum stöðum á vinnustaðnum. Á skrifstofum er góð hugmynd að setja tunnur til að endurvinna pappír undir hvert skrifborð og nálægt prenturum, auk íláta í eldhúsinu fyrir plast, gler og dósir. Í vöruhúsum og verksmiðjum ætti að setja upp endurvinnslustöðvar nálægt þeim stöðum þar sem sorpið verður til. Notaðu góða merkimiða og /eða ílát í mismunandi litum til að fljótlegt og auðvelt sé að setja sorpið á réttan stað.

Endurvinnslutunnur á góðu verði

Þriggja tunnu settið okkar er góður valkostur þegar kemur að því setja upp þína eigin endurvinnslustöð. Tunnurnar eru gerðar úr gráu, auðþrífanlegu plasti og henta vel fyrir eldhús, skrifstofur, verkstæði og fleiri staði. Þú getur stillt tunnunum upp hlið við hlið og sett á þær merkimiða til að sýna hvers konar rusl fer í hverja tunnu. Með tunnunum fylgja fimm merkimiðar svo þú getur notað tunnurnar undir almennt sorp, pappír, plast, dósir eða gler.

Endurvinnsla

Það eru margir valkostir í boði fyrir sorpflokkun á ýmsum viðburðum. Á stórum viðburðum eru vel merktar ruslatunnur á hjólum einföld lausn þegar kemur að því að safna saman miklu magni af rusli. Fyrir minni viðburði og ráðstefnur geta ruslatunnur úr pappa sem fljótlegt og auðvelt er að koma fyrir og setja saman aftur verið betri kostur.

Endurvinnslutunnur

Þessi endurvinnsluílát henta mjög vel til að flokka sorp á skrifstofum, opinberum byggingum, mötuneytum og jafnvel heimilum. Þær eru gerðar úr ryðfríu stáli og sóma sér vel í hvaða umhverfi sem er. Að auki er auðvelt að þurrka af þeim og halda þeim hreinum. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af sorptunnum og endurvinnsluílátum sem gera starfsfólki mögulegt að ganga frá rusli og endurvinnanlegum efnum fljótt og örugglega.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

RuslagámarRuslatunnurRuslatunnur með fótstigiMerkingar