Handvirk og vökvadrifin lyftuborð fyrir meðferð á þungum vörum

AJ Vörulistinn býður upp á úrval af lyftitækjum sem geta hjálpað þér að lyfta þungum farmi í vinnuvistvænni stöðu fyrir þig. Þú getur valið úr lyftiborðum og vögnum af ýmsu tagi, sem eru annað hvort handvirk eða vökvadrifin, allt eftir þyngd farmsins sem þarf að lyfta. Hér að neðan má sjá ýmsar vörur úr vöruúrvali okkar.

Notaðu vökvadrifið lyftiborð til að lyfta þungum hlutum

Sterkbyggt lyftiborð er hagnýtt vinnutæki þegar þú þarft að lyfta þungum hlutum við samsetningarvinnu eða viðgerðir. Vökvadrifið lyftiborð gerir vinnuferlið auðveldara og skilvirkara og dregur um leið úr líkamlegu álagi sem fylgir því að meðhöndla þunga hluti. Það er auðvelt og fljótlegt að stilla hæðina á borðinu með handvirku stjórnboxi. Lyftiborðin sem AJ Vörulistinn býður upp á geta borið allt að 4.000 kg.

Lyftu upp og flyttu varning með færanlegum skæralyftum

Þetta handhæga lyftiborð sameinar eiginleika handvirks lyftiborðs og flutningavagns og gerir vinnuferlið bæði einfaldara og auðveldara ásamt því að draga úr álagsmeiðslum. Það er fljótlegt og auðvelt að stilla hæðina með handheldri sveif. Hjólin gera auðvelt að færa það á sinn stað og þau eru læsanleg sem tryggir að borðið færist ekki úr stað.

Brettalyftuborð

AJ Vörulistinn býður upp á sterkbyggt lyftuborð með skæralyftu sem býr yfir fjölbreyttum notkunarmöguleikum. Hámarks burðargeta borðsins er 1000 kg og hámarks vinnuhæðin er næstum 3 metrar og því er lyftuborðið mjög hagnýtt hjálpartæki þegar lyfta þarf þungum brettum. Þegar hlaðið vörubretti er lagt á borðið hækkar það sig sjálfkrafa eftir því sem vörur eru tíndar af brettinu. Á sama hátt lækkar vinnuhæðin þegar fleiri vörur og meiri þungi er lagður á brettið. Þannig helst efsta lagið á brettinu alltaf í þægilegri vinnuhæð. AJ Vörulistinn er með mikið úrval af flutninga- og lyftitækjum, eins og brettatjökkum, hjólapöllum, stöflurum, pallvögnum og fleiru. Veldu rétta búnaðinn fyrir þínar þarfir með hliðsjón af burðargetu og hvaða verkefnum þarf að sinna. Hafðu samband við okkur ef þig vantar ráðgjöf.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur