Logsuðuskermar og hljóðdeyfandi skilrúm fyrir vinnustaði
Við logsuðuvinnu og viðgerðir á verkstæðum og í verksmiðjum er nauðsynlegt að geta lokað svæðum á öruggan hátt. Óæskilegur hávaði getur truflað heilu svæðin og jafnvel stóran hluta vinnustaðarins. Það getur því verið nauðsynlegt er að nota hlífðarskerma sem bæði gleypa í sig hávaða og verja notendur og annað starfsfólk gegn logsuðuslettum. AJ Vörulistinn býður upp á bæði logsuðutjöld og hljóðdempandi skilrúm, sem stuðla að öruggara vinnuumhverfi með minna truflandi hávaða. Við erum einnig með vinnustóla, verkfæraspjöld og fleira sem getur fylgt skilrúmunum. Hér eru nokkur dæmi um skilrúm og ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar.PVC tjöld
PVC tjöldin sem eru fáanleg hjá AJ Vörulistanum eru gerð úr hágæða, nær eiturefnalausu og kadmíum lausu PVC. PVC efnið er í samræmi við REACH reglugerðina og þolir útfjólublátt ljós, sem gefur því langan líftíma. Það þolir hitastig frá -15°C til +50°C. Það er líka annar valkostur í boði sem þolir kulda allt að -40°C og hentar því vel fyrir aðstæður eins og í frystigeymslum og kælivögnum. Hægt er að skera tjöldin niður þannig að þau passi við dyragættir, innan- eða utandyra og gangandi eða akandi umferð.Logsuðutjöld sem auka öryggi umhverfisins
Við mælum því að nota logsuðutjöld til að aðskilja svæðið þar sem logsuðuvinnan fer fram frá öðrum svæðum á vinnustaðnum og vernda þannig starfólk sem ekki er með öryggisbúnað gegn logsuðuneistum. Logsuðutjöldin samræmast ISO EN 25980 staðlinum og henta vel til notkunar þar sem gangandi fólk og lyftarar eiga leið um.Hljóðdeyfandi skilrúm
Hljóðdeyfandi skilrúm geta bætt heilsu og öryggi starfsfólks á vinnustaðnum með því að gleypa í sig hljóð í aðstæðum þar sem hávaði getur verið mikill. Það er, til dæmis, hægt að nota þau til að að draga úr hávaða frá háværum vélum. Við seljum einnig mikið úrval af vörum til að bæta öryggi á vinnustaðnum, eins og öryggisgirðingar, leiðarastólpa og þess háttar.