Notaðu bakkahillur til að geyma smáhlutina
Vel skipulögð smáhlutageymsla er nauðsyn fyrir vinnustaði í verslun eða iðnaði, allt frá lagerum verslana og vöruhúsa til bílaverkstæða og verksmiðja. Smáhlutahillur má nota undir margs konar vörur, þar á meðal íhluti, pökkunarvörur, verkfæri, skrúfur, nagla og bolta. Með þessum hillum má tryggja að hver hlutur eigi sinn stað svo þú þurfir ekki að eyða tíma í að leita að því sem þig vantar. Þetta er einföld lausn sem gerir vinnuna auðveldari. Smáhlutahillur með litlum plastbökkum
Öllum smáhlutageymslum sem eru í boði hjá AJ Vörulistanum fylgja smáhlutabakkar. Þessir bakkar eru með handföng að framan sem gera auðvelt að draga þá út. Þeir eru líka opnir að framanverðu til að auðvelt og fljótlegt sé að komast að innihaldinu. Opið gerir líka auðvelt að sjá innihaldið og það má líka merkja þá með merkimiðunum sem fylgja og koma í veg fyrir að mismunandi vörur blandist saman. Hillur með geymslubakka
Ef þú þarft að geyma stærri hluti erum við með Euro kassa úr plasti, sem eru sterkir og þola mikið álag. Kassarnir eru gerðir úr blöndu af pólýprópýlen og háþéttni pólýetýlen (HDPE). Hillusamstæðan er gerð úr stáli með hillur úr 16 mm þykkum spónaplötum sem geta borið allt að 700 kg. Þessi blanda af hillum og geymslukössum gefa þér frábæra geymslulausn fyrir vöruhús, verkstæði og lagerrými.MIX hillusamstæða með skúffum og geymslubökkum
Mix hillusamstæðurnar okkar eru mjög góðar til að halda utan um smáhluti á skipulegan hátt. Þessar sveigjanlegu hillusamstæður eru með skúffur, hillur og smáhlutabakka. Með stálskúffunum og smáhlutabökkunum færðu frábæra lausn sem hjálpar þér að halda góðu skipulagi á vinnustaðnum. AJ Vörulistinn býður upp á viðamikið úrval af hillukerfum og rekkum auk smáhlutabakka, plastkassa og flutningakassa úr áli. Við getum búið til smáhlutageymslu sem hentar þínu fyrirtæki. Við seljum einnig smáhlutaskápa og kassa sem má staðsetja á vinnuborði ef plássið er lítið. Hafðu samband við okkur ef þig vantar nánari upplýsingar.