Tæki til að meðhöndla tunnur á öruggan hátt

AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af búnaði sem gerir meðhöndlun og flutninga á tunnum auðveldari og öruggari. Notkun á viðeigandi lyftibúnaði minnkar hættuna á slysum, meiðslum og leka.

Auðveld meðfhöndlun á tunnum

Tunnukerrur eru einföld tæki til að flytja þungar tunnur og það er auðveldara fyrir einn einstakling að færa þær á sinn stað. Flestar kerrurnar eru einfaldar í hönnun og gerðar úr stáli, en það má einnig fá kerru með 30 L pólýetýlen söfnunarbakka sem safnar í sig öllum leka á meðan verið er að flytja tunnurnar. Þessi útgáfa er líka með handfang úr stáli sem auðveldar notandanum að stýra kerrunni.

Notaðu tunnuklemmur með lyftara

Einföld leið til að flytja plast- eða stáltunnur með lyftara, er að nota tunnuklemmu sem sett er upp á göfflum lyftarans. Klemmurnar opnast og lokast sjálfkrafa þegar tunnunni er lyft og látin síga niður á gólfið þannig að ökumaður lyftarans þarf ekki að stíga niður af lyftaranum til að ganga frá tunnunni á sinn stað. Þetta er góð lausn fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja mismunandi tegundir af farmi og vilja geta lyft tunnunum með búnaði sem þau eiga fyrir.

Lyftir og flytur í einu

Fyrir fyrirtæki sem þurfa oft að fást við tunnur er tunnulyfta gott verkfæri sem hjálpar til við að lyfta og tæma staðlaðar 210 lítra stáltunnur. Með tunnulyftunni er auðvelt að flytja tunnur í hvaða hæð sem er upp að 1320 mm hámarkshæð. Það er hægt að læsa tunnunni í láréttri eða lóðréttri stöðu eða í 120˚ halla, sem gerir auðveldara að tæma hana. Tunnuvagninn virkar á svipaðan hátt og staflari, sem leyfir þér að lyfta og færa til farm með einu tæki. Hann er með tvö föst hjól að framan og snúningshjól að aftan sem gerir auðvelt að stýra honum. Í fyrirtækjum sem vinna mikið með tunnur er einnig mikilvægt að vera með góða lekasöfnunarbakka, uppþurrkunarpakkka og lokaða geymsluskápa fyrir tunnurnar til að hægt sé að geyma þær á öruggan hátt, án hættu á slysum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur