Útiborð fyrir allar aðstæður utandyra

Starfsfólkið þitt getur orðið þreytt á að vinna við sömu vinnustöðina allan daginn. Það hefur ekki aðeins slæm áhrif á heilsuna og getur valdið stoðkerfisvandamálum heldur hefur neikvæð áhrif á afköst þeirra í vinnunni. Það er því mikilvægt að gefa starfsfólkinu möguleika á að taka sér hvíld öðru hvoru og slaka á. Hvað er þá betra en að setja upp útisvæði með þægilegum útihúsgögnum? Með það í huga býður AJ Vörulistinn upp á mikið úrval af útiborðum sem nota má á útisvæðum vinnustaða eða kaffihúsa eða á veröndinni heima. Þú getur lesið nánar hér að neðan um útihúsgögnin okkar og valið þau sem henta þínum vinnustað best.

Mismunandi lögun

Ertu að leita að borði með venjulega, ferhyrnda borðplötu? Eða viltu frekar hringlaga borðplötu sem hvetur til samræðna? Hjá okkur geturðu valið úr borðplötum með mismunandi lögun, eins og ferhyrndar, hringlaga eða ferningslaga. Ferhyrndu borðin eru með T-laga undirstöðu sem hentar mjög vel ef þig vantar borð með mikið pláss fyrir fæturna. Á hinn bóginn hvíla hringlaga borðplöturnar á súlufæti, sem kemur sér vel ef þú vilt ekki að borðfætur séu að þvælast fyrir stólunum. Þú getur líka skoðað úrvalið okkar af útistólum og valið þá sem henta þínum borðum best.

Keyptu útiborð til að geta notið sumarsins

Kaffihús, krár og veitingastaðir sem eru með útisvæði laða að sér mun fleiri viðskiptavini yfir sumarmánuðina, en þá er nauðsynlegt að vera með réttu húsgögnin fyrir væntanlega gesti. Hafðu í huga hvernig andrúmsloft þú vilt skapa. Þarftu húsgögn sem komast fyrir á lítilli verönd án þess þó að of þröngt verði um gestina? Viltu búa til fjölskylduvænan bjórgarð með hefðbundna garðbekki? Er afslappandi setustofa með útisófum og sófaborðum meira í ætt við það sem þú hefur í huga? AJ Vörulistinn er með úrval af mismunandi útiborðum og stólum sem mætt geta þínum þörfum.

Útihúsgögn fyrir kaffihús

Ef að kaffihúsið þitt er með litla verönd eða getur nýtt gangstéttina fyrir utan, getum við boðið þér upp á úrval af mismunandi útborðum og stólum. Þú getur verið með borð sem eru mismunandi að stærð og lögun þannig að viðskiptavinir þínir geti setið einir og sér, í pörum eða í stærri hópum án óþæginda. Hringlaga útiborð er fullkomið fyrir einstaklinga sem sitja einir þar sem þeim mun ekki finnast þeir taka möguleg sæti frá öðrum gestum. Ferhyrnd borð geta rúmað 4-6 manns á meðan ferningslaga borð kemur nýtist vel ef plássið er lítið þar sem fjórir geta setið við það án þess að of mikið fari fyrir þeim.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SólhlífarÚtiborðHúsgagnasettBaunapokar