Vetrarvörur til að ráða við snjó og klaka

Vetrarvörur sem auka öryggið

Það er mikilvægt að tryggja öryggi starfsfólks og gesta ef verðurskilyrðin eru slæm. Klaki og snjór geta valdið mikilla hættu yfir vetrarmánuðina. Það eru ýmis einföld ráð sem öll fyritæki geta gripið til til að tryggja að aðstæður við vinnustaðinn séu ekki hættulegar.

Dreifðu sandi á göngustíga til að koma í veg fyrir hálkuslys

Það er skynsamlegt fyrir öll einkafyrirtæki að hafa aðgang að sínu eigin götusalti til að geta saltað bílastæði og gangvegi í hálku en það er sérstaklega mælt með því að á fjölförnum almenningssvæðum sé aðgengilegt salt til að koma í veg fyrir slys. Það getur átt við um staði eins og bílastæði verslunarmiðstöðva, skóla og íþróttamiðstöðva og öll svæði þar sem yfirvöld sjá ekki um söltun. Á stærri svæðum er fljótlegra og auðveldara að nota saltdreifara.

Fjarlægðu snjó frá aðgönguleiðum

Til að koma í veg fyrir slys af völdum hálku og snjós er mikilvægt að hreinsa tryggilega gangvegi, bílvegi og bílastæði sem eru á þinni ábyrgð. Fyrir lítil fyrirtæki getur ein snjóskófla verið nægileg til að hreinsa snjó af þrepum og aðgönguleiðum. Fyrir stærri fyrirtæki og vöruhús, til dæmis, er þörf á stórvirkari lausnum. Fyrir fyrirtæki sem eru með lyftara í notkun er skynsamlegt að fjárfesta í snjóplóg fyrir lyftara sem gerir þér mögulegt að moka snjó frá helstu svæðum fljótt og örugglega. Það er einfalt að koma lyftaraplógnum á gafflana og læsa þeim. Blaðið getur ýtt snjónum beint áfram eða til hægri eða vinstri eftir þörfum.

Þurrkaðu af blautum skóm til að koma í veg fyrir slys

Þegar komið er úr slæmi veðri inn í anddyri byggingar er hálka vegna bleytu á gólfum ein algengast orsök slysa. Til að koma í veg fyrir slys er gott að koma skóbursta fyrir utan við eða strax fyrir innan aðaldyrnar. Gestir og starfsfólk geta notað skóburstann til að þerra skóna, hreinsa þá af snjó og klaka og þurrkað burt óhreinindi á fljótlegan hátt. Settu góðar dyramottur á gólfið, bæði innandyra og utan til að tryggja að skór vegfarenda séu alveg hreinir þegar þeir stíga inn fyrir anddyri byggingarinnar. Dyramotta úr gúmmí fyrir utan dyrnar hjálpar við að skrapa óhreinindi undan skónum á meðan að motta fyrir innan dyrnar þurrkar upp raka sem eftir er. AJ Vörulistinn er með mikið úrval af örggisbúnaði, allt frá aðvörunarskiltum til leiðarakerfa og motta með hálkuvörn. Við erum með ýmsar lausnir til að halda umhverfinu snyrtilegu, eins og ruslatunnur og öskubakka og geymslukassa fyrir útisvæði þar sem geyma má verkfæri og tæki, sand, salt og hvaðeina sem þú vilt hafa aðgang að utandyra.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

GarðbekkirHjólarekkarStólar og Bekkir