Reykingaskýli
Eftir að reykingar voru bannaðar á opinberum stöðum hafa reykingasvæði utandyra orðið mikilvægur hluti af mörgum fyrirtækjum. AJ Vörulistinn býður upp á stílhrein reykingaskýli sem skýla reykingafólki gegn veðri og vindum og halda jafnframt umhverfinu snyrtilegu. Hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar um vöruúrvalið okkar.Reykingaskýli
Veggfest reykingaskýli veita reykingafólki skjól gegn vondum veðrum. Fyrir utan að skýla reykingafólki gegn ofankomu gefa þau einnig skýrt til kynna hvar reykingar eru leyfilegar á vinnustaðnum. Þú getur bætt við veggfestum öskubakka til að halda skýlinu snyrtilegu. Þú getur jafnvel bætt við garðbekk til að hægt sé að setjast niður. Það er hægt að bolta skýlið við hvaða vegg sem er utandyra sem gerir það að hentugri lausn fyrir flestar byggingar. Skýlið er gert úr plexígleri og galvaníseruðu stáli og hægt að nota það allan ársins hring.Reykingaskýli
Þú getur búið til aðskilið reykingasvæði fjarri innganginum að byggingunni með því að setja upp frístandandi reykingaskýli. Það skýlir reykingafólki gegn veðri og vindum og heldur öðrum svæðum reyklausum með því að koma í veg fyrir að reykurinn berist til þeirra. Hliðarnar eru gerðar úr gegnsæju plexígleri sem hleypir nægri birtu í gegn til að búa til þægilegt og öruggt skjól fyrir notendurna. Hvelft þakið er gert úr höggþolnu akrýlplasti og galvaníseraðar stoðirnar eru gerðar til að festast við jörðina til að tryggja stöðugleika skýlisins í slæmum veðrum. Bættu við öskubakka og ruslatunnu til að halda því snyrtilegu.Öskubakkar
Að sjálfsögðu þarf reykingasvæðið utandyra að vera með réttu öskubakkana til að hægt sé að ganga frá sígarettustubbum á öruggan og snyrtilegan hátt. Þeir fást í mismunandi stærðum og geta verið frístandandi, festir á vegg eða staðsettir á borði. Til að minnka hættuna á að eldur kvikni eru sumar útgáfurnar hannaðar til að minnka súrefnisflæðið inn í bakkann og slökkva í stubbum sem ekki hefur verið gengið frá á öruggan hátt. Fyrir utan reykingatjöld og skýli erum við með mikið úrval af öskubökkum og veggfestum stubbahúsum ásamt ruslatunnum til að koma í veg fyrir að aska, sígarettustubbar og pakkar dreifist um og geri útisvæðið óþrifalegt.