Húsgagnaflutningavagnar af ýmsu tagi
Hjá AJ Vörulistanum bjóðum við upp á flutningatæki sem hægt er að nota í vöruhúsum og verkstæðum, á skrifstofum, verslunum og eldhúsum. Til dæmis, til að flytja hluti eins og matvæli, eldhúsáhöld, stóra potta og önnur ílát geturðu valið ryðfrían stálvagn. Ef þú þarft að flytja borð eru borðvagnarnir okkar frábær valkostur. Burtséð frá því hvers konar hluti þú vilt flytja getum við útvegað þér vagna og trillur til þess. Hér að neðan má les meira um mismunandi vagna og kaupa þá sem henta þínum þörfum.Stólavagnar
Stólavagnarnir okkar eru gerðir til að flytja og geyma staflanlega eða samfellanlega stóla. Margir af vögnunum okkar eru seldir með klappstólum úr plasti sem fáanlegir eru í mismunandi litum. Þú getur aðveldlega staflað stólunum upp á vagninn og flutt þá þangað sem þeirra er þörf. Þessi tegund af stólavagni er með galvaníseraða grind og er búinn fjórum hjólum, þar sem tvö þeirra eru læsanleg. Stólarnir sem fylgja þessum vagni eru gerðir úr slitsterku plasti sem er auðvelt í þrifum og endingargott, sem gerir þá að góðum kosti fyrir kaffistofur og mötuneyti. Ef þú átt nú þegar staflanlega stóla geturðu valið stólavagna sem eru seldir einir og sér.Borðvagnar
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vögnum sem geta flutt borð af mismunandi stærð og lögun. Til dæmis erum við með borðvagna sem henta vel til að flytja samfellanleg borð og eru tilvaldir fyrir ráðstefnur og sýningar. Hringborðavagnarnir okkar geta flutt og geymt allt að 6 hringborð. Þeir eru gerðir úr zínkhúðuðu stáli og eru með rampa sem leyfir þér að rúlla borðunum beint upp á vagninn. Við erum að auki með aðra vagna af ýmsum gerðum, eins og skrifstofuvagna, samanbrjótanlega vagna og fleira. Hafðu samband ef þig vantar hjálp við að finna rétta vagninn fyrir þig.