Hagnýtir fylgihlutir fyrir skrifborðið
Þarftu stundum nauðsynlega að hefta saman nokkra papíra en finnur ekki heftarann, eða þú finnur ekki skjalið sem þú leitar að í skjalabunkanum? Við slíkar aðstæður þarftu oft að eyða verðmætum tíma í óþarfa vinnu. Við bjóðum því upp á mikið úrval af fylgihlutum sem hálpar þér að forðast þannig vandamál. Hér að neðan má lesa meira um mismunandi fylgihluti og notkunarmöguleika þeirra og kaupa síðan þá sem hjálpa þér að viðhalda góðu skipulagi á vinnustaðnum. Skipulagslausnir fyrir skjalageymslu
Við bjóðum upp fjölmargar vörur sem geta hjálpað þér að halda skipulega utan um mikilvæg skjöl. Skjalahólfin okkar geta til dæmis hjálpað þér að flokka sundur og halda utan um skjölin og spara pláss á sama tíma. Þú getur komið þessum hólfum fyrir ofan á skáp eða á skrifborðinu þar sem auðvelt er að komast að þeim. Þú getur jafnvel staflað mörgum einingum upp. Ef þú vilt hafa skjöl á skrifborðinu sem oft þarf að rýna í eða eru mjög mikilvæg er skynsamlegt að velja skjalahaldara frá okkur. Með skjalahaldaranum geturðu skoðað skjölin í þægilegri fjarlægð og frá góðu sjónarhorni á meðan þú vinnur við tölvuna.Snúruhaldarar sem minnka snúruvesen
Vinnusvæðið þitt getur litið frekar ósnyrtilega út ef að mikið er um rykfallnar snúrur í flækju undir skrifborðinu. Við bjóðum upp á mismunandi tegundir af snúrubökkum sem geta hjálpað þér að halda utan um allar snúrur og forðast óreiðu. Ef skrifborðið er með snúrugöt í borðplötunni geturðu fengið snúrubakka sem hægt er að skrúfa fastan undir borðið. Við erum líka með snúruhaldara sem hægt er að festa á borð eða annað flatt yfirborð. Þeir nýtast mjög vel ef þú vilt ekki þurfa að beygja þig hvenær sem þú þarft að hlaða fartölvuna eða símann þar sem þeir halda snúrunum á borðinu og koma í veg fyrir að þær flækist saman. Að auki erum við með snúrurör, snúrubox og margt fleira. Við bjóðum einnig upp á aðra fylgihluti sem hjálpa þér að halda umhverfinu hreinu og snyrtilegu, eins og ruslakörfur, skjalabakka og pennabakka.