Fylgihlutir fyrir skrifstofuna

Skrifstofuvörur sem bæta vinnuaðstæður

Fyrirtæki sem eru vel rekin eru vel skipulögð og búin nauðsynlegum búnaði og skrifstofuvörum. Ef þig vantar hágæða skrifstofuvörur fyrir vinnustaðinn þá ertu á réttum stað. AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af vörum og búnaði fyrir skrifstofuna. Réttu skrifstofutækin hjálpa þér að sinna daglegum störfum á skilvirkan hátt. Skoðaðu úrvalið okkar af vörum sem létta undir þér við vinnuna.

Skrifborðsfylgihlutir

Við bjóðum upp á mikið úrval af fylgihlutum fyrir skrifstofuna, eins og skjalarekka, geymslukassa, möppuhaldara og fleira. Notaðu þessa hluti til að halda skrifborðinu snyrtilegu og geyma möppur og skjöl og annað á skipulegan hátt. Að auki bjóðum við upp á merkiðmiðaprentara, tætara, snúrubakka og aðrar hagnýtar skrifstofuvörur.

Vinnuvistvænar skrifstofuvörur

Hverjum starfsmanni ætti að líða vel í vinnunni. Til að búa til heilbrigðar og þægilegar vinnuaðstæður er skynsamlegt að nota vinnuvistvænar vörur. Það getur átt við standandi skrifborð og 24ja tíma skrifstofustóla eða kannski bara nokkrar einfaldar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Meðal vinnuvistvænna fylgihluta eru stillanlegir skjáarmar og framhandleggsstuðningur fyrir skrifborðið. Sveigjanlegir skjáarmar leyfa notandanum að stilla stöðu tölvuskjásins þannig að vinnustellingin verði þægilegri.

Hreinsivörur fyrir skrifstofuna

Fyrir utan að bjóða upp á þægileg húsgögn er nauðsynlegt að halda vinnustaðnum hreinum og snyrtilegum. Því erum við með margar gerðir af ruslatunnum og sorpílátum til að flokka sorpið í sundur. Þar að auki seljum við hreinsivökva, sorppokastanda og haldara, sorppoka, moppur, pappírsþurrkuskammtara og fleiri vörur sem hjálpa þér að halda vinnustaðnum hreinum.

Skyndihjálparbúnaður

Óhöpp geta alltaf átt sér stað á vinnustöðum. Það er því mikilvægt að vera alltaf með nægt magn af sjúkravörum til taks á skrifstofunni. Við bjóðum upp á mikið úrval af vörum eins og skyndihjálparkössum, plástraskammtara, augnskolunarbúnað og fleiru fyrir vinnustaði. Smelltu á einstakar vörur til að fá ítarlegri upplýsingar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SkrifstofustólarInnanstokksmunirAukahlutir fyrir skrifborð