Mynd af vöru

Sjálftæmandi sturtugámur

1600 L, grár

Vörunr.: 3050153
  • CE merktur
  • Sjálfvirk tæming
  • Auðveldar sorpflokkun
Sturtugámur búinn fjaðurspenntri þrýstiplötu á grindinni sem stjórnar því að hann sturtar sjálfkrafa, tæmist, fellur aftur í upprunalega stöðu og læsist.

Vörulýsing

Sterkbyggður sturtugámur gerður til að flokka og meðhöndla ýmis konar úrgang á skilvirkan hátt. Hann er tilvalinn fyrir efni eins og málm, möl, steypu, tré og almennt sorp. Gámurinn er gerður úr 2,5 mm þykku, heilsoðnu plötustáli með harðgert og endingargott, duftlakkað yfirborð.
Sturtugámurinn er gerður til notkunar með gaffallyfturum og þolir harkalega meðferð. Sturtunar og losunarbúnaðurinn er virkjaður þegar framhlið gámsins kemst í snertingu við stærri gám þannig að ýtt er á þrýstiplötuna að framan. Það eykur öryggið þar sem sturtugámurinn getur ekki runnið fram af lyftaragöfflunum þegar honum er ýtt upp að stærri ruslagámi. Um leið og þrýstiplötunni er sleppt fellur sturtugámurinn aftur í upprunalega stöðu. Best er að gámurinn sé fullur þegar hann er tæmdur. Hann er líka með handfang svo hægt er að sturta úr honum handvirkt.
Sturtugámurinn fæst í nokkrum mismunandi litum til þess að auðvelda flokkun á sorpi. Hann er CE merktur og flokkaður eftir burðarþoli. Bættu við loki, hjólum, merkimiðum og öðrum gagnlegum fylgihlutum til að hámarka notagildi gámsins.
Sterkbyggður sturtugámur gerður til að flokka og meðhöndla ýmis konar úrgang á skilvirkan hátt. Hann er tilvalinn fyrir efni eins og málm, möl, steypu, tré og almennt sorp. Gámurinn er gerður úr 2,5 mm þykku, heilsoðnu plötustáli með harðgert og endingargott, duftlakkað yfirborð.
Sturtugámurinn er gerður til notkunar með gaffallyfturum og þolir harkalega meðferð. Sturtunar og losunarbúnaðurinn er virkjaður þegar framhlið gámsins kemst í snertingu við stærri gám þannig að ýtt er á þrýstiplötuna að framan. Það eykur öryggið þar sem sturtugámurinn getur ekki runnið fram af lyftaragöfflunum þegar honum er ýtt upp að stærri ruslagámi. Um leið og þrýstiplötunni er sleppt fellur sturtugámurinn aftur í upprunalega stöðu. Best er að gámurinn sé fullur þegar hann er tæmdur. Hann er líka með handfang svo hægt er að sturta úr honum handvirkt.
Sturtugámurinn fæst í nokkrum mismunandi litum til þess að auðvelda flokkun á sorpi. Hann er CE merktur og flokkaður eftir burðarþoli. Bættu við loki, hjólum, merkimiðum og öðrum gagnlegum fylgihlutum til að hámarka notagildi gámsins.

Skjöl

Vörulýsing

  • Lengd:2073 mm
  • Hæð:1248 mm
  • Breidd:1066 mm
  • Rúmmál:1600 L
  • Þykkt stál:2,5 mm
  • Stærð gaffalvasa (BxH):230x100 mm
  • Breidd gaffalvasa að ofanverðu:630 mm
  • Litur:Grár
  • Litakóði:RAL 7042
  • Efni:Stál
  • Hámarksþyngd:1400 kg
  • Þyngd:206 kg
  • Samþykktir:CE