Lagerhillur fyrir vöruhús og verkstæði
Þegar skipuleggja þarf rýmið i vöruhúsum eru hillusamstæður algengasta og þægilegasta lausnin. Með það í huga býður AJ Vörulistinn upp á vöruhúsahillusamstæður sem hjálpa þér að ná fram meiri skilvirkni, minnka óreiðu og geyma ýmsan búnað og verkfæri. Hér að neðan má lesa nánari upplýsingar um mismunandi tegundir af hillukerfum sem eru fáanleg hjá okkar og finna það sem best hentar þínu vöruhúsi.Combo hillusamstæða
Combo hillurnar okkar eru þær hillur sem best henta verksmiðjum og verkstæðum. Með þessu hillukerfi geturðu sett saman blöndu af hillum og vinnubekk. Hver hillueining er með fjórar gataðar uppistöður þar sem hengja má upp hillur í þeirri hæð sem þú vilt. Hillurnar eru með sterka burðarbita og geta borið allt að 700 kg hver. Þú getur notað þessar hillur til að geyma vörur en þú getur einnig bætt við bakslá, verkfæraspjöldum og öðrum fylgihlutum til að búa til þína eigin vinustöð. Það er auðvelt að setja þessa hillusamstæðu saman án þess að nota bolta eða skrúfur og það þarf ekki heldur tilbúna endaramma eða bakstífur. Skoðaðu úrvalið okkar til að finna hillueiningar í réttri stærð fyrir þig. Létt hillusamstæða
Ef þú ert að leita að geymsluhillum fyrir skrifstofuna eða fyrir léttari vörur í vöruhúsinu eru léttu hillueiningarnar okkar frábær valkostur. Þessar hillur eru gerðar úr duftlökkuðu plötustáli, sem gefur þeim slitsterkt yfirborð. Líkt og Combo hillusamstæðurnar okkar er hægt að setja þessar hillueiningar saman án þess að nota skrúfur eða bolta. Að auki fylgja með þeim tappar undir uppistöðurnar sem vernda gólfið gegn rispum. Combo hillusamstæður
Við bjóðum upp á hillusamstæður sem henta mjög vel til að geyma vörur eins og stóra varahluti, þung tæki og verkfæri og þess háttar. Þessar hillur eru gerðar úr galvaníseruðu plötustáli. Þú getur stækkað þessar hillusamstæður með viðbótareiningum. Það er hægt að tengja þær beint við grunneininguna, sem sparar pláss á gólfinu. Hafðu samband við okkur til að fá ítarlegri upplýsingar.