Smáhlutabakkar - sniðug geymsla fyrir smáhluti

Smáhlutabakkar halda utan um smáhluti

Hillurekkar eru ekki bara fyrir stórar og þungar vélar og tæki. Stundum þurfa fyrirtæki geymslupláss fyrir smávörur og hluti. Með það í huga býður AJ Vörulistinn upp á þægilega lausn til að geyma slíka smáhluti: Smáhlutabakka.Við seljum fjölbreytt úrval af þessum bökkum sem auðvelt er að koma fyrir á geymslurekkum og hillum. Þeir eru litlir og því auðvelt að lyfta þeim upp og færa þá til. Bakkarnir nýtast best í umhverfi eins og í verksmiðjum, vöruhúsum, verkstæðum og þess háttar. Skoðaðu úrvalið okkar af smáhlutabökkum til að finna þá sem henta þér best.

Plastbakkar

Plastbakkarnir eru tilvaldir til að geyma, tína til og flokka ýmsa smáhluti, verkfæri og þess háttar. Með traustum handföngum á báðum endum er auðvelt að lyfta þessum bökkum og stafla þeim upp til að spara pláss. Við seljum einnig fylgihluti eins og skilrúm sem hægt er að setja í bakkana og búa til minni hólf. Skoðaðu vörulýsingar til að fá nánari upplýsingar.