Pakki

Heildstæður vinnubekkur: 2000x800mm: stál.

Vörunr.: 22320
  • Mikið geymslupláss fyrir smáhluti
  • Handstillanlegir fætur
  • Mjög slitsterk borðplata
Þessi vara er ekki lengur fáanleg
Sjá allt Vinnubekkir, föst hæð hér

Availability

Pakki sem inniheldur vinnubekk, kantlista, átta upphengislár, 60 bakka í tveimur mismunandi stærðum, skúffu, verkfæraspjald og þrjár uppistöður.

Vörulýsing

Hagnýt lausn fyrir góða vinnuaðstöðu með fína geymslumöguleika fyrir verkfæri, áhöld, skrúfur, nagla og aðra smáhluti sem þú þarft að hafa við höndina á meðan þú ert við vinnu.

Vinnubekkurinn er með sterkbyggða, grálakkaða undirstöðu sem þolir mikið álag. Fæturnir eru með handvirka hæðarstillingu (740-995 mm) svo þú getur lagað vinnuhæðina að þinni hæð og þannig náð fram eins þægilegri vinnustellingu og hægt er. Ekki gleyma að bæta við vinnumottu á gólfið til að minnka álagið á fætur, hné, mjaðmir og bak þegar staðið er við vinnuna!

Borðplatan samanstendur af 22 mm spónaplötu, 18 mm krossviði og 2 mm þykku stályfirborði. Stál er verulega endingargott og þolir harkalega meðferð, högg og oddhvassa hluti.

Verkfæraspjaldið er með gatað yfirborð sem gerir auðvelt að hengja upp, losa og færa til króka eftir þörfum. (Krókar eru seldir sér, sjá fylgihluti). Smáhlutabakkarnir eru fullkomnir til að geyma nagla, skrúfur og aðra smáhluti og auðvelt er að hengja þá upp á slárnar sem fylgja með. Notaðu uppistöðurnar þrjár til þess að hengja verkfæraspjöldin og upphengislárnar upp fyrir ofan vinnubekkinn.

Hægt er að festa upphækkaðan kantinn við bakbrún borðplötunnar til að koma í veg fyrir að verkfæri og aðrir hlutir falli niður á bakvið vinnubekkinn. Skúffan er fest beint undir borðplötuna og sparar þannig pláss. Hún er gerð úr sterku plötustáli sem gerir hana sterkbyggða og endingargóða. Skúffan er búin læsingu og lyklum sem kemur í veg fyrir að hún sé opnuð í leyfisleysi. Hún opnast mjúklega á brautum með kúlulegur.
Hagnýt lausn fyrir góða vinnuaðstöðu með fína geymslumöguleika fyrir verkfæri, áhöld, skrúfur, nagla og aðra smáhluti sem þú þarft að hafa við höndina á meðan þú ert við vinnu.

Vinnubekkurinn er með sterkbyggða, grálakkaða undirstöðu sem þolir mikið álag. Fæturnir eru með handvirka hæðarstillingu (740-995 mm) svo þú getur lagað vinnuhæðina að þinni hæð og þannig náð fram eins þægilegri vinnustellingu og hægt er. Ekki gleyma að bæta við vinnumottu á gólfið til að minnka álagið á fætur, hné, mjaðmir og bak þegar staðið er við vinnuna!

Borðplatan samanstendur af 22 mm spónaplötu, 18 mm krossviði og 2 mm þykku stályfirborði. Stál er verulega endingargott og þolir harkalega meðferð, högg og oddhvassa hluti.

Verkfæraspjaldið er með gatað yfirborð sem gerir auðvelt að hengja upp, losa og færa til króka eftir þörfum. (Krókar eru seldir sér, sjá fylgihluti). Smáhlutabakkarnir eru fullkomnir til að geyma nagla, skrúfur og aðra smáhluti og auðvelt er að hengja þá upp á slárnar sem fylgja með. Notaðu uppistöðurnar þrjár til þess að hengja verkfæraspjöldin og upphengislárnar upp fyrir ofan vinnubekkinn.

Hægt er að festa upphækkaðan kantinn við bakbrún borðplötunnar til að koma í veg fyrir að verkfæri og aðrir hlutir falli niður á bakvið vinnubekkinn. Skúffan er fest beint undir borðplötuna og sparar þannig pláss. Hún er gerð úr sterku plötustáli sem gerir hana sterkbyggða og endingargóða. Skúffan er búin læsingu og lyklum sem kemur í veg fyrir að hún sé opnuð í leyfisleysi. Hún opnast mjúklega á brautum með kúlulegur.

Skjöl

Hala niður umgengnisupplýsingum

Þessi pakki inniheldur