Hagnýtir barstólar og kollar sem henta öllum aðstæðum
Barstólar eru aðalsmerki allra matsölustaða, eins og veitingastaða, kaffihúsa, hótelbara og kráa. Þessir stólar voru upphaflega byggðir á einfaldri hugmynd: Færanlegum viðarstól sem hægt væri að sitja á við barborðið. Þeir hafa í gegnum tíðina þróast út í marga mismunandi húsgagnastíla, liti og stærðir og eru nú notaðir við margar mismunandi aðstæður. Hjá AJ Vörulistanum má finna fjölbreytt úrval af mötuneytishúsgögnum, þar á meðal standandi borð og barstóla sem falla vel inn í hvaða umhverfi sem er. Þú getur lesið nánar hér að neðan um mismunandi barstóla og keypt þá sem henta þínu rými best.Tegundir
Sumir af stólunum okkar eru með há sætisbök sem veita meiri stuðning á meðan aðrir eru með þykkbólstraðar setur, sem leyfa gestum þínum að sitja í þægindum á meðan þeir fá sér matarbita eða taka þátt í óformlegum fundum. Ef þú ert að leita stólum sem eru látlausari og nýtískulegri í hönnun eru barstólarnir okkar með krómaða stálgrind frábær valkostur. Ef þú vilt gefa rýminu meira klassískt útlit geturðu valið barstóla með valnhotuáferð og svarta, bólstraða setu. Við erum einnig með stóla með svarta, sívala og niðurmjókkandi fætur og setu úr beyki sem eru gamaldags og gefa kaffihúsinu eða kaffistofunni vandaðra útlit. Hráefni
Við erum með stóla sem gerðir eru úr ýmsum mismunandi efnum. Ef þú, til dæmis, ert að leita að stólum sem eru staflanlegir og auðveldir í þrifum er barstóll með undirstöðu úr stáli og sæti úr plasti góður valkostur. Við erum einnig með sígilda barstóla úr viði með bólstraða setu sem eru traustir og stöðugir. Nettari barstóll úr viðarlíki getur í staðinn virkað vel á veitingastað eða skrifstofum. Í minni fundarherbergjum geta fyrirferðalitlir kollar nýst mjög vel þegar nokkrir einstaklingar koma saman á fundi eða fyrir kynningar. Þannig er pláss fyrir nokkra einstaklinga og tússtöflu að auki. Litir
Stólarnir okkar og kollar eru fáanlegir í ýmsum litum – allt frá látlausum svörtum og hvítum litum til viðarlita, bjartra litra og mildari tóna. Veldu liti í samræmi við aðrar innréttingar, eða sem andstæðu, til að fanga tilfinningu og hönnunareinkenni rýmisins. Ef þú vilt skapa líflegra andrúmsloft er gott að velja sterkari liti á meðan mildari tónar eru meira viðeigandi fyrir skrifstofuumhverfi. Þú getur lesið meira um allar barstólana okkar með því að smella á vörulýsingar á hverri vöru, eða haft samband við okkur og við getum aðstoðað þig!