Rúmgóðir og nýtískulegir hamingjusófar
AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af sófum og þægilegum sætum fyrir skrifstofur, sem gera þér mögulegt að búa til aðlaðandi og notalegt rými fyrir starfsfólk og gesti. Hverjar sem þínar þarfir eru eða plássið sem eru í boði, þá höfum við rétta sófann fyrir þig.Hvað er hamingjusófi?
Það eru tvær tegundir af sófum til sem kallast hamingjusófar. Sú fyrri er vinsæl á heimilum og er í raun lítill tveggja sæta sófi þar sem tvær manneskjur geta setið þétt saman hlið við hlið. Hamingjusófi á skrifstofu er öðruvísi. Það er tveggja sæta sófi þar sem sætin eru ekki hlið við hlið heldur í S-laga formi. Tvær manneskjur sitja sitt hvorum megin á bekknum þannig þær geta átt í þægilegum samræðum og haldið augnsambandi en með lága armhvílu á milli sín.Fullkominn lítill sófi fyrir skrifstofuna
Lítill z-laga sófi er frábær lausn ef þú vilt búa til aðlaðandi setustofu í miðju herbergi. Ef þú kemur venjulegum sófa fyrir í miðju rýmisins virkar hann sem hindrun og aðeins er hægt að komast að honum frá einni hlið. Það er hægt að setja tvo sófa bak í bak til að búa til meira aðgengilega setustofu en það tekur mikið gólfpláss og er tvöfalt dýrara. Hamingjusófi gefur setustofunni opnara og meira aðlaðandi yfirbragð án þess að taka meira pláss. Notaðu hamingjusófa til að viðhalda persónulegu næði í móttökunni
Hamingjusófi eða Z-laga sófi er einnig fullkomin valkostur við hefðbundinn tveggja sæta sófa fyrir biðstofuna. Þegar fólk þekkist ekki getur verið óþægilegt að sitja þétt saman. Lögun sófans þýðir að tvær manneskjur sem sitja á sófanum snúa í öfugar áttir, svo að þótt þær sitji tæknilega hlið við hlið hafa þær nægt persónulegt rými til að líða vel.Bættu við sætum en sparaðu gólfpláss með Grande Z-sófa
Ef þú er með meira pláss og vilt búa til stærri setustofa með sama yfirbragð og hamingjusófin skapar, er Z-lagaður sófi góður valkostur. Það er stór sófi með nýtískulegt útlit sem einkennist af Z-löguðu sætisbaki og tvíhliða setum. Hönnun sófans gerir auðvelt að nýta plássið sem best. Við erum einnig með mikið úrval af öðrum húsgögnum fyrir biðstofur og kaffistofur, eins og sófa, hægindastóla, mötuneytisstóla og barstóla, auk vinnuvistvænna skrifstofustóla og fundarstóla. Fjölbreytt úrval okkar af skrifstofuhúsgögnum hjálpar þér að skapa andrúmsloft sem hæfir fyrirtækismenningu þíns fyrirtækis, burtséð frá stærð þess eða fjárhag.