Póstflokkunarskápar

Með póstflokkunarskáp frá AJ Vörulistanum má blanda saman flokkun á pósti og geymslu fyrir persónulega muni í einu húsgagni. Í bæði skólum og skrifstofum er mikilvægt að starfsfólkið geti geymt ýmsa hluti í sínum eigin skáp. Persónulegir munir eins og farsímar þurfa að vera í öruggri geymslu yfir daginn. Margir vinnustaðir þurfa þar að auki að meðhöndla mikið magn af pósti sem þarf að flokka og dreifa. Skáparnir okkar geta sinnt báðum hlutverkum og fást í mismunandi gerðum. AJ Vörulistinn er með skápa sem henta þínum þörfum.

Póstflokkun

Það er nauðsynlegt að flokka í sundur utanaðkomandi póstsendingar og minnisblöð innan fyrirtækisins þannig að þau komist til réttra viðtakenda. Aðskilin og læsanleg hólf, sem hvert er með sína póstlúgu, koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang og vernda betur friðhelgi innihaldsins, sem er sérstaklega mikilvægt með tilkomu GDPR, sem er reglugerð EB um meðferð persónuupplýsinga. Þú getur fengið skáp með smáhólfum eða með stærri hólf sem rúma einnig persónulegar eigur, allt eftir þínum þörfum og plássinu sem er til staðar. Pósthólf með ílöngu sniði gera mögulegt að koma mörgum hólfum fyrir á litlu svæði og gera þér auðveldar að koma skápnum fyrir í þröngum rýmum.

Örugg geymsla fyrir persónulegar eigur

Fyrir starfsfólk sem getur ekki haft eigur sína hjá sér við vinnuna eru persónulegir skápar mjög góður geymslustaður fyrir töskur og aðra persónulega muni. Læsanlegir skápar minnka hættuna á þjófnaði þannig að starfsfólkið þarf ekki að hafa áhyggjur af eigum sínum og getur einbeitt sér að vinnunni.

Stílhrein áferð

Það er góð leið að nota viðarskápa til að aðgreina kennaraskápa frá skápum nemenda. Á meðan nemendaskápar þurfa að vera gerðir úr sterku stáli til að þola mikla og daglega notkun eru viðarskápar stílhrein lausn sem fellur vel að húsgögnum á kaffistofum og skrifstofum. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af læsanlegum geymslulausnum sem uppfyllar flestar þarfir. Hvort sem þú þarft skápa fyrir skrifstofuna eða skúffur fyrir kennslustofuna getum við aðstoðað þig. Við erum einnig með skrifstofuhúsgögn og og borð og stóla fyrir kennslustofuna svo við getum innréttað öll rými í skólanum eða á þínum vinnustað. Þú getur haft samband við okkur ef þú ert með einhverjar spurningar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

FatastandarSófaborðMóttökuborð