Lyftibúr

2 persónur, hámarksþyngd 260 kg, 1200x800 mm

Vörunr.: 773587
  • Lyftir fólki á öruggan hátt
  • Fyrir eina eða tvær manneskjur
  • Notuð með gaffallyftara
Mannkarfa, gerð til að lyfta upp einni eða tveimur manneskjum á öruggan hátt. Mannkarfan er gerð til notkunar með gaffallyftara og gerir mögulegt að vinna í mikilli hæð og við aðstæður þar sem aðgengi er erfitt. Gólfið er gert úr vírneti og er því ekki hált og þannig öruggara að standa á því. Hægt er að sérsníða hana að þínum þörfum.
Hámarksþyngd (kg)
Ætlað fyrir
527.000
Með VSK
7 ára ábyrgð

Vörulýsing

Mannkarfan er mjög sterkbyggð, með ferhyrndan ramma og hálkuvarið gólf úr vírneti. Önnur skammhlið körfunnar er gerð úr vírneti sem veitir vörn en gefur líka góða yfirsýn.

Mannkarfan er með eins metra háa öryggisgrind og 10 sm háan gólflista. Hliðið opnast upp á við og læsist sjálfkrafa.

Mannkarfan er gerð fyrir eina eða tvær manneskjur og gerð til notkunar með gaffallyftara. Lyftigeta lyftarans þarf að vera að minnsta kosti fjórum sinnum meiri en þyngd körfunnar og lyftarinn þarf að vera breiðari en karfan.

Mannkarfan samræmist sænska SS3628 3628 staðlinum. Áður en hún er tekin í notkun ætti að skoða körfuna og lyftarann samkvæmt AFS 2006:7 og viðmiðum fyrir vinnulyftur til skammtímanotkunar.

Það er mögulegt að framleiða mannkörfuna eftir máli, til dæmis með því að breyta ummáli gaffalvasanna (230 x 75 mm). Hafðu samband við sölumenn okkar ef þig vantar ítarlegri upplýsingar.

Skjöl

Vörulýsing

  • Lengd:1200 mm
  • Hæð:1890 mm
  • Breidd:800 mm
  • Stærð gaffalvasa (BxH):230x75 mm
  • Breidd gaffalvasa að ofanverðu:600 mm
  • Litur:Blár
  • Litakóði:NCS-S3065-R90B
  • Efni:Stál
  • Hámarksþyngd:260 kg
  • Ætlað fyrir:2 einstaklingar
  • Þyngd:90 kg
  • Samþykktir:CE