Mynd af vöru

Fullbúinn stálskápur

1900x1000x400 mm, 36 rauðir bakkar

Vörunr.: 22104
  • Færanlegar hillur
  • Læsanlegur
  • Gerir einfaldar að tína til vörur
Skápur til að geyma smáhluti, með plastbakka, færanlegar hillur, læsanlegar, tvöfaldar hurðir og stillanlega fætur.
Litur bakkar: Rauður
190.642
Með VSK
7 ára ábyrgð

Vörulýsing

Þessi skápur er fullbúin, sveigjanleg geymslulausn sem hentar flestum aðstæðum. Með færanlegum hillum og 36 plasbökkum er auðvelt að halda vinnustaðnum snyrtilegum og geyma hlutina á skilvirkan hátt.

Plasbakkarnir einfalda þér að flokka og halda utan um skrúfur, nagla, varahluti og aðra smáhluti þannig að þú getir fljótt og auðveldlega fundið það sem þú leitar að. Þeir eru gerðir úr pólýprópýlen. Bakkarnir þola sýrur, iðnaðar smurningar, flest kemísk efni og hitastig á milli -40°C og +90°C. Mótuð grindin tryggir hámarks styrk og stífleika. Traust og vel hönnuð handföng gera auðvelt að lyfta bökkunum upp.

Plastbakkarnir eru einnig staflanlegir. Opið á framhliðinni gerir þér kleift að sjá og nálgast innihaldið auðveldlega, jafnvel þó að bakkarnir séu uppstaflaðir. Stórt svæði utan á bökkunum gerir auðvelt að koma fyrir merkimiðum sem fylgja þannig að fljótlegt sé að bera kennsl á innihald þeirra. Hver plastbakki rúmar 8,2 L.

Skápurinn er búinn til úr endingargóðu stáli. Ramminn og hillurnar eru duftlakkaðar í hvítu. Hurðirnar eru duftlakkaðar bláar. Duftlökkunin gefur þeim slitsterkt og endingargott yfirborð.

Hillurnar átta má setja upp í hvaða hæð sem er í skápnum og hægt er að færa þær upp eða niður ef þess þarf. Hver hilla er með 50 kg hámarks burðarþol í jafndreifðu álagi.

Skápurinn er með tvöfaldar hurðir sem hægt er að læsa og koma þannig í veg fyrir óleyfilegt aðgengi. Hann er með stillanlega fætur og getur því staðið stöðugur á ójöfnu gólfi. Þegar skápurinn er lokaður verndar hann innihaldið í rykugum aðstæðum.

Skjöl

Vörulýsing

  • Hæð:1900 mm
  • Breidd:1000 mm
  • Dýpt:400 mm
  • Þykkt stálplötu hurð:0,8 mm
  • Þykkt stálplötu body:0,7 mm
  • Stærð kassa:350x206x155 mm
  • Litur skápur:Hvítt/blátt
  • Efni skápur:Stál
  • Litur bakkar:Rauður
  • Efni bakkar:Pólýprópýlen
  • Fjöldi bakka:36
  • Hámarksþyngd hillu:50 kg
  • Ráðlagður fjöldi fólks við samsetningu:2
  • Áætlaður tími fyrir afpökkun og samsetningu/einstaklingur:10 Min
  • Þyngd:96,14 kg
  • Samsetning:Ósamsett
  • Samþykktir:EN 14074:2004, EN 14073-2:2004, EN 14073-3:2004, EN 16121:2013+A1:2017