Tryggðu öryggi barnanna með mikilvægum öryggisbúnaði

Eins og allir foreldrar ungra barna vita geta hversdaglegir hlutir verið þeim hættulegir. Á barnaheimilum og leikskólum er starfsfólkið ábyrgt fyrir öryggi barnanna. Auk þess að velja réttu leikskólahúsgögnin er mikilvægt að gera umhverfið barnhelt með ýmsum öryggisbúnaði eins og öryggishliðum, dyrastoppurum og klemmuvörnum.

Öryggishlið fyrir börn

Barnahlið úr málmi eða tré er mjög einfalt en gagnlegt tæki til að halda litlum börnum frá ákveðnum herbergjum eða frá því að detta niður tröppur. Þau lokast tryggilega þannig að börnin geta ekki opnað þau en eru jafnframt mjög aðgengileg fyrir fullorðna. Við mælum með öryggishliðum sem eru ekki með fasta slá við gólfið þannig að auðvelt sé að komast í gegn og engin hætta á að hrasa þegar þau eru opin. Fyrir stærri dyragættir er hægt að fá sérstaklega breið barnahlið.

Klemmuvarnir fyrir skóla og leikskóla

Klemmuvörn fyrir hurðir eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að börn klemmi fingurna, sem eru algeng slys hjá litlum börnum. Klemmuvörn er handhægt öryggistæki fyrir öll barnaheimili og leikskóla. Við bjóðum upp á valkosti sem passa við allar tegundir af hurðum, hvort sem það eru inni- eða útihurðir svo þú getur fundið klemmuvörn sem hentar þínum aðstæðum. Við erum einnig með dyrastoppara sem koma í veg fyrir að hurðum sé skellt.

Kantvarnir

Hornvarnir úr svampi vernda börn á leikskólum gegn meðslum af völdum skarpra brúna eða kanta á veggjum eða húsgögnum. Skemmtilegt útlit þeirra, eins og þeirra sem líta út eins og blýantar gerir að verkum að börnin hafa gaman af þessum öryggisbúnaði. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af leikskólahúsgögnum sem eru með ávalar brúnir og gerð úr öruggum hráefnum og skapa þannig heilbrigt og öruggt umhverfi fyrir börnin.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

NemendahirslurNemendaskáparHæðarstillaneg nemendaborð