Dragðu úr hávaðanum í matsalnum

Of mikill hávaði getur haft neikvæð áhrif á getu barna til að einbeita sér. Hljóðdempandi þil eru einföld leið til að draga úr hávaðanum í mötuneytinu, kaffistofunni eða matsalnum. Þessi skrautlegu veggþil eru hönnuð til að vera skemmtileg og áberandi fyrir börnin en gleypa á sama tíma í sig hávaða frá hrópum og köllum, stólum sem dregnir eru eftir gólfinu og hurðarskellum.

Hafðu jákvæð áhrif á nemendur og starfsfólk með hljóðdempandi þiljum

Þú getur bætt upplifun nemendanna af skólanum með því að ganga úr skugga um að umhverfið í matsalnum sé hvetjandi og stuðli að betri samskiptum á milli þeirra. Þessi svæði eru mjög mikilvæg fyrir félagsþroska nemendanna. Til að tryggja að aðstæðurnar í matsalnum séu hvetjandi og afslappandi fyrir nemendurnar er nauðsynlegt að huga að hljóðvist og hávaðastigi í mötuneyti skólans. Hljóðdeyfandi þil eru þar að auki þeim kostum búin að þau fást í mörgum skærum litum og mynstrum þannig að þú getur skapað aðstæður sem eru einnig áhugahvetjandi í útliti.

Gott hljóðumhverfi stuðlar að jákvæðu vinnuumhverfi

Því miður getur hávaði í kennslustofum oft verið mikill og truflað bæði kennara og nemendur. Hávaði getur gert nemendurna stressaða og þreytta og haft neikvæð áhrif á lærdóminn. Með hljóðdeyfandi vörum er hægt að bæta hljóðumhverfið og búa til þægilegra andrúmsloft í kennslustofunni.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

MötuneytisborðStandborðSamfellanlegir stólar