Húsgögn fyrir anddyri og móttökur
Móttökurýmið er það fyrsta sem viðskiptavinir, umsækjendur og starfsfólk sér. Þess vegna er mikilvægt að þú skipuleggir rýmið þannig að það endurspegli gildi fyrirtækisins og hafi jákvæð áhrif til lengri tíma. Hjá AJ Vörulistanum geturðu fundið glæsileg húsgögn fyrir móttökuna, frá móttökuborðum til dyramotta og fatahengja sem hjálpa þér að bæta ásýnd og yfirbragð móttökunnar.Móttökuborð og stólar
Hjá AJ Vörulistanum má finna mikið úrval af húsgögnum fyrir móttökurými, þar á meðal þægilega hægindastóla og glæsileg móttökuborð, sem eru ekki aðeins stílhrein heldur einnig hagnýt og gagnleg. Móttökuborð verða að vera nýtískuleg og aðlaðandi í útliti ásamt því að bjóða upp á mikið vinnupláss. Á meðan eru sófarnir og hægindastólarnir okkar hannaðir til að vera stílhreinir í útliti og gefa þér mikinn sveigjanleika fyrir svæði þar sem umgangur er mikill. Þeir eru upplagðir fyrir anddyri, móttökurými og biðstofur. Við erum með einingasófa sem leyfa þér að skipuleggja rýmið eins og þú vilt eða minni sófa sem henta hvaða biðstofu eða setustofu sem er. Þú getur valið húsgögn með nýtískulegra yfirbragð eða fjárfest í sígildari húsgögnum, allt eftir hvernig andrúmsloft þú vilt hafa í rýminu.Þægileg húsgögn fyrir setustofur og biðstofur
Gerðu móttökurýmið að þægilegu og afslappandi svæði með hjálp góðra sófa og hægindastóla. Veldu þægileg húsgögn þar sem gestir geta setið í þægindum á meðan þeir bíða. Taktu mið af stærð rýmisins við valið á húsgögnum. Í minna móttökurými er kannski bara pláss fyrir nokkra hægindastóla eða kolla á meðan í stærra rými er hægt að koma fyrir fleiri húsgögnum þar sem margir geta setið. Þetta svæði getur einnig nýst sem setustofa sem starfsfólkið getur nýtt sér til að slaka á. Við bjóðum upp á sófa, hægindastóla og sófaborð í mismunandi litum og útgáfum sem gera þér mögulegt að finna lausn sem passar við þínar aðstæður. Þú getur valið húsgögn í áberandi litum sem vekja athygli eða meira sígilda liti eins og gráan eða svartan sem eru látlausari. Við erum líka með gerviplöntur sem stuðla að grænu og þægilegu andrúmslofti og eru þar að auki ofnæmis- og viðhaldsfríar.