Sófaborð af ýmsum gerðum

Þægilegt og aðlaðandi móttökurými hefur róandi áhrif á gesti og viðskiptavini. Innréttaðu það með þægilegum sófum, hægindastólum og sófaborðum til að búa til að notalegt rými. Hjá AJ Vörulistanum geturðu valið um ferköntuð, aflöng eða hringlaga sófaborð í fjölbreyttu úrvali af fallegum viðarlitum.

.

Hvíldarsvæði á vinnustaðnum gefa starfsfólkinu möguleika á að taka sér stutt hlé frá vinnunni þannig að þau geti komið aftur til starfa endurnærð og einbeitt. Þetta getur verið á kaffistofunni eða í litlu horni á skrifstofunni sem búið er að stúka af frá aðal vinnusvæðinu. Allt sem þarf til að búa til notalegt svæði fyrir starfsfólkið er gólfskilrúm, lítið sófaborð og sófa með háar hliðar sem dempar utanaðkomandi hávaða. Þægileg sæti og sófaborð á skrifstofunni gefa starfsfólkinu til kynna að það sé allt í lagi að taka sér stutt hlé öðru hvoru og þessi húgögn nýtast líka vel fyrir óformlega fundi.

Húsgögn fyrir móttökurými

Fyrstu hughrifin skipta máli og fyrir mörg fyrirtæki er móttökusvæðið það fyrsta sem gestir og viðskiptavinir sjá. Innréttaðu móttökuna með fallegum sófum og sófaborðum og einnig fatahengi þannig að viðskiptavinirnir geti hengt upp yfirhafnir. Ekki gleyma smáatriðunum til að leggja lokahönd á setustofuna, þar sem plöntur og listaverk geta haft góð áhrif á andrúmsloftið.

Notalegar biðstofur í almannarýmum

Fyrir þau sem eru að bíða eftir að hitta lækni eða tannlækni getur biðin oft verið löng og tekið á taugarnar. Það er því mikilvægt að biðstofan sé innréttuð þannig að gestunum líði vel og nóg sé af sætum. Hið fullkomna sófaborð ætti að vera með hillu undir borðplötunni til að geyma tímarit og barnabækur sem gestir geta lesið á meðan þeir bíða. AJ Vörulistinn getur hjálpað þér að búa til skilvirkt og nýtískulegt skrifstofurými sem stuðlar að betri afkastagetu og vellíðan starfsfólksins. Fyrir utan þægileg sæti og móttökuborð bjóðum við upp á mikið úrval af skrifstofuhúsgögnum, fundarborðum og stólum og tússtöflum með meiru.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

Móttakan og BiðstofanMóttökuborðGerviblóm