Skrifborð og hornskrifborð fyrir skrifstofuna
Á öllum skrifstofum eru góð skrifstofuhúsgögn nauðsynleg. Það er því mikilvægt að fjárfesta í húsgögnum sem eru þægileg fyrir starfsfólkið en jafnframt auðveld í viðhaldi og að sjálfsögðu slitsþolin. Við erum með mikið úrval af skrifborðum sem henta þínum þörfum, hvort sem það eru skrifborð í klassískum viðarlitum, nýtískuleg skrifborð eða borð sem má standa við á stundum til að bæta heilsuna við vinnuna. Við eru með skrifstofuhúsgögn sem henta stórum fyrirtækjum, litlum skrifstofum eða heimilisskrifstofum. Hér að neðan má lesa nánar um skrifborðin okkar og ýmsa eiginleika þeirra.Modulus
Modulus vörulínan er ein sveigjanlegasta húsgagnalínan frá AJ. Húsgögnin eru hönnuð til að vera auðveld í notkun og lipur og bjóða upp á fjölmarga valkosti. Þú getur líka valið á milli mismunandi lita sem eru í samræmi við eða mynda andstæðu við aðra innviði skrifstofunnar. Í Modulus línunni okkar ættirðu að geta fundið viðeigandi borð hvort sem þú vilt sitja á skrifstofustól, standa við vinnuna eða hjóla á skrifborðsæfingahjóli. Skrifborðin í þessari húsgagnalínu eru fáanleg með mismunandi útgáfum af undirstöðum svo þú getir valið þann kost sem hentar þér og þínum vinnustað best.FLEXUS
Húsögnin í okkar vinsælu Flexus húsgagnalínu eru fáanleg í þremur mismunandi litum af viðarlíki: beyki, hvítum eða dökkgráum. Þú getur valið um skrifborð í fastri hæð eða með rafknúna, hæðarstillanlega, T-laga undirstöðu. Hæðarstillingin gefur þér vinnuvistvænt og traust skrifborð sem leyfir þér að breyta um vinnustellingu eftir eigin höfði. Hornin eru oft vannýtt og því eru hornskrifborð góð leið til að fullnýta allt gólfplássið. Stór L-laga skrifborð henta vel fyrir starfsfólk sem þurfa pláss til að vinna með mikið af pappírum og skjölum.MODULUS
Hágæða Modulus skrifstofuhúsgögnin eru með slitsterkt en fallegt yfirborð úr viðarlíki sem verndar þau gegn slitskemmdum. Þau eru fáanleg í tveimur viðarlitum, eik og birki, með náttúrulegum viðaræðum auk þess að fást í svörtum og hvitum lit. Skrifborðin eru með mismunandi undirstöður, eins og klassíska fjögurra fóta grind, nýtískulegan O-ramma eða rýmissparandi T-laga undirstöðu. Það er einnig hægt að fá skrifborð með hæðarstillanlegum T-ramma sem leyfir þér að skipta á milli þess að sitja eða standa við vinnuna. Þú getur valið um borð með beinar útlínur, sveigð skrifborð eða hornskrifborð. Við bjóðum einnig upp á skrifstofustóla, geymsluskápa, skilrúm, skúffueiningar, skjalaskápa og fleira. Hjá AJ Vörulistanum færðu allt sem þú þarft fyrir skrifstofuna.