Skápar

Buy lockers

Allir þurfa geymslu þar sem þeir geta geymt persónulega muni og aðra hluti á öruggan hátt. Hjá AJ Vörulistanum leitumst við við að bjóða upp á vandaða stál- og viðarskápa sem eru hentugir fyrir íþróttahús, skóla, skrifstofur og verkstæði. Hér geturðu lesið nánar um mismunandi tegundir skápa sem eru í boði.

Fata- og búningaskápar

Ef þú ert að leita að skápum fyrir búningsklefa eru fataskáparnir okkar fullkomin lausn. Þeir eru flestir með heilsoðinn stálramma sem er duftlakkaður í látlausum gráum lit. Duftlökkunin gefur þeim rispuþolið yfirborð sem þolir mikla notkun. Flestir eru með eina hurð og með hattahillu og fataslá sem hvor er með tvo snaga. Loftræstigötin í toppnum og botninum leyfa loftinu að leika um skápinn og hleypa út raka. Sumir skápanna eru með hallandi þak sem kemur í veg fyrir að ryk safnist upp og gerir hreingerningar auðveldari. Hurðirnar eru með stoppara og gúmmídempara sem gera að verkum að þær lokast hljóðlega og þýðlega. Skáparnir eru fáanlegir í mismunandi litum og stærðum svo þú getur valið þá sem henta þínum þörfum. Hafðu sambandi við okkur ef þig vantar hjálp við að finna réttu skápana.

Litlir fataskápar

Smáhólfaskáparnir okkar eru tilvaldir til að geyma persónulegar eigur og bjóða upp á öruggt geymslupláss fyrir marga einstaklinga án þess að taka mikið pláss. Það fer eftir stærð hólfanna hvort skáparnir henta betur til að geyma hluti eins og veski, farsíma og lykla eða hvort hægt er að geyma í þeim hluti eins og íþróttatöskur, reiðhjólahjálma og þess háttar. Þessir skápar eru gerðir úr stálplötum og sumar stærri gerðirnar eru með loftræstigötum sem koma í veg fyrir raki byggist upp. Hægt er að setja viðeigandi lás á smáhólfaskápana eftir þörfum, til dæmis sílinderlás eða myntstýrðan lás fyrir almenningssvæði.Þú getur valið skápa sem standa á gólfinu eða hengt þá upp á vegginn.

Fylgihlutir

Við bjóðum upp á mikið magn af fylgihlutum með fataskápum. Þar á meðal mismunandi gerðir af lásum, lyklakippumerki úr plasti, bekkir og margt fleira. Bekkirnir gefa notendunum möguleika á að setjast niður á meðan þeir skipta um föt. Lyklakippumerkin gera auðveldara að þekkja lyklakippurnar í sundur. Þú getur haft samband við okkur ef þig vantar nánari upplýsingar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

FataskáparBekkir og krókalistarLæsingar