Fataskápur Classic

300 mm, flatur toppur, 3 einingar, svartar

Vörunr.: 315426
  • Loftgöt
  • Sterkir, gæða skápar
  • Fataslá og hattahilla
Sterkbyggður fataskápur með hattahillu og fataslá með tvo króka. Loftræstigöt efst og neðst. Hurðir með stoppara og gúmmílistum. Aukhlutir og undirstöður eru líka fáanleg. Afhentir án læsingar.
Litur hurð: Svartur
Fjöldi hurða
76.863
Með VSK
7 ára ábyrgð

Vörulýsing

Hágæða fataskápur með ramma úr heilsoðnu stáli. Ramminn er duftlakkaður með hógværum, ljósgráum lit. Duftlökkunin gefur honum rispuvarið yfirborð sem þolir mikla notkun. Stálskáparnir er tilvaldir til að geyma föt og persónulega muni á vinnustöðum, íþróttahúsum, skólum og á öðrum almenningsstöðum. Hurðirnar eru með stoppara og gúmmílista sem gerir að verkum að þær lokast hljóðlega og mjúklega. Götin efst og neðst veita skápnum góða loftræstingu og hleypa út raka. Skáparnir eru með hattahillu og fataslá með tvo króka þar sem geyma má föt.
Þú getur valið um ýmsa aukahluti og búið til sérsniðna geymslu! Skáparnir eru afhentir án læsingar sem leyfir þér að velja það lásakerfi sem hentar þínum þörfum. Lás með lykli er hentug lausn ef skápurinn er bara notaður af einum einstaklingi. Hurðarhúnn eða talnalás eru góð lausn ef það er möguleiki að notendur geti týnt lyklunum sínum. Það má einnig bæta við hengilás á hurðarhúninn. Það getur verið hentugt ef margir notendur eru að skápnum, til dæmis í íþróttahúsi eða almennings sundlaug. Talnalás getur verið góð lausn ef margir þurfa aðgang að læstu geymsluhólfi. Það er sérstaklega hentugt ef skáparnirn eru notaðir á vinnustöðum og ekki fyrir persónulega muni.

Skápana má fá með ýmsum mismunandi undirstöðum. Undirstöðukantur kemur í veg fyrir að fólk týni hlutum undir skápunum eða að óhreinindi safnist þar fyrir. Fætur lyfta skápunum frá gólfinu og gera auðveldara að gera hreint undir þeim. Það kemur sér sérstaklega vel í aðstæðum þar sem hreinlæti er mikilvægt. Bekkur, með eða án skóhillu, býður líka upp á gott sætispláss, sem er fullkomið fyrir búningsklefa! Meðal fáanlegra aukahluti eru handklæðarekki sem hengja má innan á hurðina og skilrúm sem auðvelda þér að skilja að hreinan og óhreinan fatnað.

Fjölmiðlar

Skjöl

Hala niður umgengnisupplýsingum

BIM models

Vörulýsing

  • Hæð:1740 mm
  • Breidd:900 mm
  • Dýpt:550 mm
  • Þykkt stálplötu hurð:0,8 mm
  • Þykkt stálplötu body:0,7 mm
  • Breidd á hurð (fataskápar):300 mm
  • Toppur:Flatur
  • Efni:Stál
  • Litur hurð:Svartur
  • Litakóði hurð:RAL 9005
  • Litur ramma:Ljósgrár
  • Litakóði ramma:RAL 7035
  • Fjöldi hurða:3
  • Fjöldi einingar:3
  • Ráðlagður fjöldi fólks við samsetningu:2
  • Áætlaður tími fyrir afpökkun og samsetningu/einstaklingur:10 Min
  • Þyngd:75,5 kg
  • Samsetning:Samsett
  • Samþykktir:EN 14073-2:2004, EN 16121:2013+A1:2017, EN 14074:2004, EN 14073-3:2004
  • Gæða- og umhverfismerkingar:EPD, Byggvarubedömd ID: 139208