Mikið úrval af bekkjum fyrir búningsklefann

Hvort sem það er í íþróttahúsum, líkamsrækstarstöðum eða sundlaugum þurfa gestir að geta skipt um föt og því nauðsynlegt að bjóða fólki upp á góða búningsklefa. Þar er mikilvægt að gestirnir hafi bekki til að geta sest niður. AJ Vörulistinn selur mikið úrval af slíkum bekkjum fyrir búningsklefa. Þú getur skoðað úrvalið okkar af mismunandi bekkjum og valið þá sem best henta þínum þörfum.

Stabil bekkir

Þessi bekkur er gerður úr sterkri og fallega lakkaðri furu og hannaður til notkunar í búningsklefum og fatageymslum. Bekkurinn er með undirstöðu úr stálrörum sem gerir hann mjög stöðugan. Undirstaðan er einnig duftlökkuð á áferðarfallegan hátt. Það er hægt að fá fylgihluti eins og aukalega skórekka og snagalista og festa við þessa búningsklefabekki sem eru gerðir til að þola mikið álag og slit.

Vegghengdir bekkir

Þessir bekkir henta mjög vel fyrir fatahengi og búningsherbergi. Þeir eru mjög svipaðir að gerð og aðrir bekkir nema að þeir eru ekki með fætur heldur festir beint á vegginn. Þeir eru gerðir úr lakkaðri furu og auðvelt að hreinsa þá með vatni. Festingarnar eru gerðar úr duftlökkuðu stáli. Þeir nýtast mjög vel ef þeir eru notaðir í samvinnu við fataskápa eða smáhólfaskápa vegna þess að auðvelt er að nálgast persónulegar eigur á meðan setið er á bekknum.

Fylgihlutir

Fyrir utan þessa búningsklefabekki selur AJ Vörulistinn ýmsa fylgihluti, eins og snagalista, aukalega skórekka, hólf fyrir skó og fleira. Þessir fylgihlutir nýtast mjög vel á mörgum vinnustöðum þar sem þeir hjálpa þér að gefa starfsfólkinu möguleika á að skipta um föt í þægilegu umhverfi. Þessir bekkir henta mismunandi aðstæðum eins og mátunarklefum í verslunum og búningsklefum í skólum og íþróttahúsum.