Hámarkaðu nýtinguna á vöruhúsinu með hjálp sérfræðinga okkar

Hámarkaðu nýtinguna á vöruhúsinu með hjálp sérfræðinga okkar

Söluteymið okkar er með tvö markmið: að setja saman fullkomna vöruhúsalausn sem uppfyllir þínar þarfir og að gera allt ferlið eins auðvelt fyrir þig og mögulegt er. Til að ná þessum markmiðum notum við verkefnalíkanið okkar til að styðja við þig, allt frá skipulagsstiginu til dagsins sem þú flytur inn.

Sérfræðingar í að fullnýta rými

Það fylgir því mikil ábyrgð að hanna og innrétta skilvirkt vöruhús. Það getur því verið mjög gagnlegt að geta treyst á sérstakt teymi vöruhúsasérfræðinga. Við styðjum við þig allt frá skipulagsstiginu fram til dagsins sem þú flytur inn – hvort sem þú þarft að innrétta einstakt vinnurými eða skipuleggja heilt vöruhús.
 
Ekkert verkefni er of stórt eða of lítið fyrir okkur. Við sérhæfum okkur í að hámarka geymsluplássið útfrá mælingum og í að umbreyta flæðinu til að setja upp vöruhús sem er tilbúið til notkunar. Annar styrkleiki okkar er að við framleiðum öll hillukerfin okkar sjálf, sem gefur okkur fullkomna stjórn á öllu ferlinu frá hönnun og vali á hráefnum til fullunninnar vöru.

Frá greiningu til fullgerðrar tillögu

Við byrjum á því að heimsækja vinnustaðinn þinn og framkvæma ítarlega greiningu á þínum aðstæðum og þörfum. Hversu mikið magn af vörum þarftu að geyma? Hver er veltan? Hversu marga brettarekka þarftu? Gætu færanlegir rekkar eða push-back rekkar verið góð lausn? Ættum við að blanda saman mismunandi brettarekkum? Hvaða lyftibúnaður skilar bestum árangri?
 
Það eru alltaf margar spurningar sem vakna. Til að geta svarað þeim búum við til þrívíddarteikningu sem sýnir greinilega hvernig á að nýta öll svæði byggingarinnar sem best. Við höfum að sjálfsögðu pökkunarborð, tínsluhillur, geymsluskápa, endurvinnslusvæði o.s.frv. með á teikningunni til að gefa eins fullkomna mynd og mögulegt er.

Við hugsum fram í tímann – og við tökum allt með í reikninginn

Mörg fyrirtæki huga aðeins að brýnustu þörfum sínum þegar verið er að innrétta húsnæði þeirra. Við lítum lengra fram í tímann og tökum hugsanlegar framtíðarþarfir þínar með í reikninginn til að tryggja að vöruhúsið uppfylli einnig þarfir þínar til langs tíma. Við leggjum einnig mikla áherslu á hagnýta þætti, eins og vöruflæði og vinnuvistfræði.

Verkferlið byggir á margreyndu verkefnalíkaninu okkar. Það þýðir að við vinnum með þér að tillögunni og gerum breytingar á skipulaginu og vöruvalinu þangað til þú er sátt/ur. Í framhaldi af því pöntum við vörurnar, afhendum þær og setjum þær saman á staðnum. Þar sem við sjáum um allt ferlið þarf þitt fyrirtæki aðeins að vera tilbúið til að nýta sér árangur þessarar vinnu.

Sjáðu hvað viðskiptavinir okkar segja

Það var frábært að fá hjálp fagmanna frá skipulagsstiginu og þangað til við fluttum inn í vöruhúsið. Allt frá því að ákveða fjölda brettaplássa, til afhendingar og samsetningar.
Það var gott að vinna með aðeins einum birgja þegar við innréttuðum vöruhúsið. AJ sá um allt og sá til þess að allt ferlið gengi snurðulaust og á áætlun.
Söluaðilinn gaf okkur möguleikann á að geyma þyngri og hærri bretti í framtíðinni með því að leggja til að við værum með hærri og sterkari endaramma. Það var nákvæmlega það sem við þurftum vegna þess að við treystum á að vera sveigjanleg.