Að búa til vinnuvistvænt vinnusvæði heima
Að vinna heima er orðin lífsstíll hjá mörgum okkar og kannanir hafa sýnt að við erum ánægð með að halda því áfram, kannski einn eða tvo daga í viku. En það hefur sína galla jafnt sem kosti. Mörgum finnst þeir hreyfa sig minna á vinnudeginum og vinnuvistfræði heimaskrifstofunnar er ekki eins góð og þeir eru venjulega vanir í vinnunni. Sem betur fer eru nokkrar einfaldar leiðir fyrir þig til að bæta heimaskrifstofuna þína!
Fjölbreytni er lykilatriði
Þegar þú ert að vinna heima er auðvelt að gleyma að teygja fæturna og hreyfa sig. Þú gætir endað með því að sitja kyrr í langan tíma. En það er mikilvægt að breyta vinnustöðu þinni uppá líkamlega heilsu þín. Á skrifstofunni munt þú sjálfsagt hreyfa þig þegar þú ferð í prentarann, kaffivélina eða á fund. Þú gætir jafnvel átt hæðarstillanlegt skrifborð. En heima geturðu ekki gert neitt af þessu.
Besta leiðin til að tryggja að þú standir upp heima, án þess að þurfa að vinna á strauborðinu, er að fá sér hæðarstillanlegt skrifborð í hæfilegri stærð. Þetta gefur þér almennilegan vinnuflöt með plássi fyrir allan skrifstofubúnaðinn þinn. Þú getur líka stillt það í rétta hæð fyrir sitjandi eða standandi, sem gerir þér kleift að skipta um stöðu reglulega. Ef þú hefur ekki pláss fyrir heilt skrifborð, þá eru til fjölhæfari kostir, eins og fartölvustandur eða skrifborðsbreytir, sem þú getur fært um og sett á mismunandi staði á heimilinu.
Besta leiðin til að tryggja að þú standir upp heima, án þess að þurfa að vinna á strauborðinu, er að fá sér hæðarstillanlegt skrifborð í hæfilegri stærð. Þetta gefur þér almennilegan vinnuflöt með plássi fyrir allan skrifstofubúnaðinn þinn. Þú getur líka stillt það í rétta hæð fyrir sitjandi eða standandi, sem gerir þér kleift að skipta um stöðu reglulega. Ef þú hefur ekki pláss fyrir heilt skrifborð, þá eru til fjölhæfari kostir, eins og fartölvustandur eða skrifborðsbreytir, sem þú getur fært um og sett á mismunandi staði á heimilinu.
Gakktu úr skugga um að vinnuskilyrði þín séu í lagi
Sest þú niður við eldhúsborðið til að vinna? Þú ert ekki sá eina/i. En það eru góðar ástæður fyrir því að fjárfesta í húsgögnum sem eru hönnuð fyrir skrifstofustörf. Til dæmis er eldhússtóllinn þinn ekki ætlaður til notkunar á átta klukkustunda vinnudegi. Þess í stað ættir þú að skipta honum út fyrir vinnuvistvænan skrifstofustól sem fylgir hreyfingum líkamans og hjálpar þér að sitja rétt. Skrifstofustóllinn er eitt mikilvægasta húsgagnið sem hægt er að fá fyrir heimavinnuna og hann þarf ekki að líta illa út. Fjárfestu í stílhreinum stól sem passar við hönnun heimilisins og er líka stillanlegur og vinnuvistvænn!
Þú ættir líka að kaupa almennilegt skrifborð svo þú getir skilið alla pappíra og efni eftir í lok vinnudags. Ef þig vantar pláss heima þá eru fullt af smærri skrifborðum í boði sem passa fullkomlega undir stigann eða í horninu í herberginu. Ekki gleyma því að þú getur bætt við aukahlutum sem líta ekki bara vel út heldur eru líka hagnýtir. Til dæmis er hægt að velja um fótahvílu eða þægilega mottu til að standa á. Vinnumotta er góð til að minnka álag á vöðva í fótleggjum, mjöðmum og baki þegar þú vinnur standandi.
Þú ættir líka að kaupa almennilegt skrifborð svo þú getir skilið alla pappíra og efni eftir í lok vinnudags. Ef þig vantar pláss heima þá eru fullt af smærri skrifborðum í boði sem passa fullkomlega undir stigann eða í horninu í herberginu. Ekki gleyma því að þú getur bætt við aukahlutum sem líta ekki bara vel út heldur eru líka hagnýtir. Til dæmis er hægt að velja um fótahvílu eða þægilega mottu til að standa á. Vinnumotta er góð til að minnka álag á vöðva í fótleggjum, mjöðmum og baki þegar þú vinnur standandi.
Finndu út rétta sjónarhornið
Ef þú ert að upplifa hálsvandamál gæti tölvuskjárinn þinn verið í röngu horni. Skjárinn þinn ætti að vera í augnhæð þannig að þú situr með beinan háls. Ef þú vinnur á fartölvu og hefur ekki pláss fyrir sérstakan skjá geturðu prófað að setja hana á stafla af bókum eða kaupa fartölvustand til að hækka hana. Í þessu tilfelli mælum við með að nota þráðlausa mús og lyklaborð, svo að framhandleggir þínir geti enn hvílt á borðinu í 90° horni. Þetta mun létta álaginu á öxlum þínum.
Þreytt augu eru merki um lélega lýsingu
Rétt lýsing á vinnustað er mikilvæg, sama hvort þú ert á skrifstofunni eða heimavinnandi. Ef þú færð oft höfuðverk eða ert með þreytt augu gæti lýsingin þar sem þú situr verið of lítil eða of björt. Finndu góðan stað nálægt glugga og settu skjáinn þinn þannig að ljósið endurkastist ekki í honum. Þú gætir líka bætt skrifborðslampa við vinnusvæðið þitt til að gefa þér meiri stjórn á birtustigi, sérstaklega yfir dimmu vetrarmánuðina.
Taktu þér hlé til að hlaða batteríin
Ef þú getur ekki gert vinnustaðinn þinn eins vinnuvistvænan og þér finnst hann ætti að vera, þá er enn mikilvægara að draga sig í hlé og hreyfa sig. Þú gætir til dæmis farið í stuttan göngutúr eða teygt úr þér. Það sem skiptir máli er að hreyfa sig svo líkaminn geti hlaðið batteríin og þú getur dregið úr hættu á verkjum og stirðleika. Það er góð hugmynd að taka stutta pásu eftir hvern Teams eða Zoom fund svo þú getir hvílt augun og teygt fæturna. Þú getur líka notað tækifærið til að gera það sem kallast andstæðar hreyfingar þar sem þú teygir handleggina aftur og upp ef þú hefur setið hallandi fram við tölvuna.
Ekki gleyma að tala við samstarfsmenn þína og yfirmann um hvað þú getur gert til að gera heimaskrifstofu þína vinnuvistvænni!
Ekki gleyma að tala við samstarfsmenn þína og yfirmann um hvað þú getur gert til að gera heimaskrifstofu þína vinnuvistvænni!