Innréttingar fyrir búningsklefann

Ímyndaðu þér að ganga inn í búningsklefa þar sem gólfið er hált, það eru engir fataskápar til að geyma persónulega hluti og enginn staður til að sitja á. Búningsklefar af þesssu tagi koma slæmu orði á fyrirtækið. Það er því mikilvægt að koma til móts við þarfir viðskipatvinanna og búa til meira aðlaðandi umhverfi. AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af hágæða húsgögnum sem eru nauðsynleg fyrir búningsklefann. Þú getur lesið meira hér um hvað þarf til að innrétta búningsklefann og keypt viðeigandi húsgögn og búnað fyrir fyrirtækið.

Búningsklefabekkir

Við bjóðum upp á sterkbyggða og stöðuga búningsklefabekki af ýmsum gerðum. Við erum, til dæmis, með Stabil, einfaldan bekk sem má auðveldlega stilla upp við vegg eða staðsetja á miðju gólfinu. Undirstaða hans er gerð úr sterkum stálrörum með slitsterkt, duftlakkað yfirborð. Bekkirnir eru með galvaníseraða snaga þannig að viðskiptavinirnir hafa nægt pláss til að hengja upp handklæði, töskur og margt fleira. Ef þú ert að leita að bekkjum sem taka ekki mikið gólfpláss geturðu valið vegghengdu bekkina okkar. Þeir eru með duftlakkaðar málmfestingar og slitsterka setu, sem gerð er úr viðarlíki. Þú getur valið um liti eins og svartan, gráan og furu.

Skápar

Fyrir utan að bjóða upp á þægileg sæti er einnig nauðsynlegt að vera með aðgengilegt geymslupláss þar sem fólk getur geymt persónulegar eigur sínar. Því bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af skápum sem eru hentugir til að geyma föt, veski, síma og lykla. Skáparnir okkar eru fáanlegir í mismunandi stærðum og litum og með mismunandi margar einingar og fjölda af hurðum. Við bjóðum upp á skápa úr þremur mismunandi efnu, viðarlíki, vírneti og stálplötum. Þú getur valið úr litum eins og svörtum, bláum, grænum, gráum, rauðum og hvítum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

FataskáparBekkir og krókalistarLæsingar